Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 71

D.Í.F Sankti bernhards deild Sankti-Ice Home Of The Brave (Birta). Eigandi: Halla Harpa. Frábæru sýningarári er lokið hjá tegundinni. Árið 2014 verður spennandi. Væntanlegt got og nýir hundar eru á leið til landsins. Tegundin sýnir mörg merki þess að sterkur hópur fólks, eigenda og fjölskyldur þeirra beri hag tegundarinnar hátt. Árangur okkar kemur fram í velgengni á sýningum, vöndun á gotum og vali á undaneldishundum, sem og í niðurstöðum á heilsufari. Stjórn Sankti bernhards deildar sendir bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár. Svæðafélag HRFÍ á Norðurlandi Veiðihundaþjálfun nýtur mikilla vinsælda fyrir norðan. Hér má sjá Stekkjarhvamms Garp einbeittan í sóknarvinnu. Starfsemi Svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi var með hefðbundnu sniði þetta árið. Dagskráin var fjölbreytt og yfirleitt vel sótt af félagsmönnum og öðru hundaáhugafólki. Aðalfundur félagsins var haldin 5. mars. Líkt og árið áður var dræm mæting á fundinn. Stjórn gaf kost á sér áfram og komu engin mótframboð og hélst stjórn því óbreytt. Í mars framkvæmdi Jens Knudsen augnskoðun í Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, Dýrey. Svæðafélagið kann þeim í Dýrey bestu þakkir fyrir veitta aðstoð í gegnum árin. Hlýðnihittingar félagsins hafa staðið yfir í sex ár. Æfingarnar fara fram vikulega yfir vetrartímann og standa öllum til boða, óháð félagsaðild að HRFÍ. Mikil aðsókn hefur verið á æfingarnar sem fara ávallt fram utandyra í öllum veðrum. Tvö hlýðninámskeið fóru fram á árinu sem voru vel sótt. Áhuginn á hlýðniþjálfun endurspeglast svo í góðri þátttöku í hinu árlega hlýðniprófi Svæðafélagsins og Vinnuhundadeildar sem í ár var tvöfalt og fór fram helgina 19.-20. október. Dómari var Albert Steingrímsson. Alls tóku sjö hundar þátt í prófunum. Fyrri daginn voru skráði þrír í brons, þar af hlutu tveir bronsmerki og fjórir voru skráðir í hlýðni 1 og hlaut enginn 1. einkunn. Seinni daginn tók einn hundur þátt í bronsi og fimm í hlýðni 1. Að þessu sinni var bronsmerki ekki veitt en fjórir hundar hlutu 1. einkunn í hlýðni 1. Mikil og góð stemning myndast alltaf í prófunum og telur Svæðafélagið óhætt að stefna að öðru tvöföldu prófi að ári. Góð þátttaka var einnig á veiðiprófi Retrieverdeildar á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit sem fór fram helgina 22.-23. júní. Óhætt er að fullyrða að hin gríðarlega aukning sem hefur orðið á sportinu eigi einnig við um retrievereigendur á Norðurlandi sem má merkja í skipulögðum æfingum og þátttöku í veiðiprófum. Líkt og fyrri ár stóð Svæðafélagið fyrir sýningarþjálfunum fyrir allar sýningar HRFÍ. Mikið hefur dregið úr aðsókn á æfingarnar þetta árið í samanburði við fyrri ár. Þó er ákveðinn kjarni sem sækir héðan reglulega sýningar en þeim gafst tvívegis tækifæri á sýningarnámskeiðum frá reyndum sýnendum frá Reykjavík og var vel af þeim látið. Á heimasíðu Svæðafélagins, https://nordurhundar.wordpress. com er að finna upplýsingar um stjórn félagsins og viðburði. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins á netfanginu nordurhundar@gmail. com. Einnig er félagið á Fésbókinni undir heitinu Norðurhundar. Stjórn Svæðafélagsins sendir félögum sínum um land allt bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og heillaríkt nýtt ár og þakkar fyrir starfsárið sem er að líða. Fyrir hönd Norðurhunda, Gunnhildur Jakobsdóttir. Enskur cocker spaniel Afrekshundur ársins 2013 RW-13 ISCh OB-1 Stefsstells Skrúður og Elsa Lind Bjarkeyjar Thank You For The Music BOB á nóvembersýningunni. Alþjóðleg sýning 8. september 2013 Dómari Svein Helesen BOB BIG1 BIS3: ISCh Snætinda Ísafold BOS: Snætinda Loki ljúflingur BÖT & BÖS4: RW-13 C.I.B. ISCh Arnarstaða Romsa Besta ungviði teg. & 4. besti hvolpur dagsins: Laufeyjar Lappi Besti hvolpur tegundar: Fagrahvamms Rimmugýgur Septembersýning Á haustsýningu HRFÍ, 7.-8. september 2013 voru 17 hundar skráðir. Dómi var Frank Kane frá Englandi. Alþjóðleg sýning 16. nóvember 2013 Dómari: Gerard Jipping BOB BIG3: Arnarstaða Nagli BOS: ISCh Snætinda Ísafold Besti hvolpur tegundar: Fagrahvamms Rimmugýgur Dagatalið 2014 Dagatal deildarinnar er nú komið út og hefur verið sent öllum meðlimum DÍF. Áhugasamir geta nálgast dagatalið hjá dagatalsnefnd, upplýsingar má finna á heimasíðu deildarinnar. www.dif.is Opið hús Deildin hefur haldið opið hús þar sem öllum er velkomið að kíkja við og hlusta á áhugaverða fyrirlestra og fá sér kaffi og meðlæti. Þann 17. október var Guðrún R. Guðjohnsen með fyrirlesturinn “Íslenski fjárhundurinn fyrr og nú” og 28. nóvember fræddi Þórhildur Bjartmarz okkur um hundalíf í sögu þjóðar. Afrekshundur ársins 2013 RW-13 ISCh OB-1 Stefsstells Skrúður var valinn afrekshundur ársins 2013. Hann er mikill vinur Elsu Lindar, hún er 10 ára gömul stúlka með CP og ódæmigerða einhverfu. Eftir að Skrúður varð partur af þjálfun Elsu hefur hún tekið mjög miklum framförum. Linda Björk Jónsdóttir, ritari Besti hundur tegundar varð RW-13 C.I.E. ISShCh Bjarkeyjar Take A Chance On Me og annar besti hundur tegundar varð Bjarkeyjar Sóllilja. Annar besti rakki var GBShCh Travellers Joy of Malpas með íslenskt meistarastig og vara-CACIB, í 3. sæti var Bjarkeyjar Thank You For The Music með meistaraefni og í 4. sæti ISShCh Backhill’s Xtreme and Bold með meistaraefni Í tíkum voru úrslitin þessi: BT-1 Bjarkeyjar Sóllilja með íslenskt meistarastig og CACIB BT-2 ISShCh Bjarkeyjar Kolbrá Lilja með meistaraefni og vara-CACIB BT-3 ISShCh Æsuborga Charming Chanel með meistaraefni BT-4 Allert’s Custom-Made með meistaraefni Bjarkeyjar –ræktunarhópur fékk heiðursverðlaun. Nóvembersýning Á nóvember sýninguna voru 14 hundar skráðir til leiks. Dómari var Paula Heikkinen-Lehkonen. Besti hundur tegundar var Bjarkeyjar Thank You For The Music. Annar besti hundur tegundar var Bjarkeyjar Sóllilja. Úrslit rakkar: BH-1 Bjarkeyjar Thank You For The Music með