Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 68

Cavalierdeild BOB og BOS á nóvembersýningunni með dómaranum, Tatjönu Urek. 28 cavalierar voru skráðir á septembersýningu HRFÍ, þar af 4 hvolpar. Svein Helgesen frá Noregi dæmdi cavalierana og Hans Van den Berg frá Hollandi tegundahóp 9. Rauðu borðarnir voru í góðum meirihluta, en 17 cavalierar fengu excellent, 6 very good og 1 good. 11 fengu meistarefnisborða. Segja má að það hafi verið góð uppskera á þessari sýningu, þar sem við eignuðumst 2 alþjóðlega meistara og 1 íslenskan. BOB var RW-13 ISCh Ljúflings Dýri sem fékk sitt fjórða cacib-stig og verður því alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu FCI. Annar besti rakki, Hrísnes Krummi Nói fékk meistarastig og vara-cacib og var þetta þriðja stigið hans og er hann því íslenskur meistari. BOS var Ljúflings Hetja, sem fékk sitt fyrsta meistarastig, en þar sem hún var of ung til að vinna cacib-stigið kom það í hlut ISCh Sandasels Kviku sem var önnur besta tík og var það fjórða stigið hennar. Hún verður því einnig alþjóðlegur meistari eftir staðfestingu FCI. Eigandi og ræktandi Ljúflings Dýra og Ljúflings Hetju er María Tómasdóttir, eigandi Hrísnes Krumma Nóa er Guðbjörg Björnsdóttir og ræktandi Þuríður Hilmarsdóttir. Eigandi og ræktandi ISCh Sandasels Kviku er Kolbrún Þórlindsdóttir. Ljúflings Dýri keppti í tegundahópi 9 og náði þar 4. sætinu. Besti hvolpur 4–6 mánaða var Drauma Embla, eigandi og ræktandi, Ingibjörg E.Halldórsdóttir og besti hvolpur 6–9 mánaða Yndisauka Heimasæta, eigandi og ræktandi, Berglind Ásta Jónsdóttir. Á nóvembersýningu félagsins 16.–17. nóvember voru 35 cavalierar skráðir, þar af 7 hvolpar. Mikill samdráttur miðað við sömu sýningu í fyrra en þá voru 50 skráðir, þar af 16 hvolpar. Færri hvolpar hafa fæðst þetta árið heldur en undanfarin ár og er það sennilega skýringin að hluta til. Dómari var Tatjana Urek frá Slóveníu sem einnig dæmdi tegundahóp 9. 17 cavalierar fengu excellent, 4 very good og 4 good, 10 fengu meistaraefnisborða. BOB var RW-13 ISCh Ljúflings Dýri 68 og BOS Ljúflings Hetja. Bæði fengu cacib-stig og Hetja sitt annað meistarastig. Annar besti rakki, Bjargar Kaldi, hlaut meistarastig og vara-cacib. Eigandi hans er Guðrún Birna Jörgensen og ræktandi Ásta Björg Sigurðardóttir. Önnur besta tík var ISCh Sandasels Kvika með vara-cacib. Ljúflings Dýri sótti í sig veðrið og náði 3. sætinu í tegundahópi 9. Besti hvolpur 4–6 mánaða var Litlju-Giljár Vaskur Þokki, eigandi og ræktandi, Gerður Steinarsdóttir og besti hvolpur 6–9 mánaða Tröllatungu Máni, eigandi og ræktandi, Sigríður Elsa Oddsdóttir. Nánari sýningarúrslit eru á heimasíðu deildarinnar www. cavalier.is – undir sýningar - úrslit. Um 80 cavalierhvolpar hafa komið í heiminn á tímabilinu janúar– október og ekki útlit fyrir að margir bætist við úr þessu en undanfarin ár hafa 120–135 hvolpar bæst við stofninn árlega. Ræktendur hafa því brugðist á réttan hátt við minnkandi eftirspurn. Tveir cavalierar hafa verið fluttir inn á árinu: Loranka´s Edge Of Glory, blenheim rakki frá Englandi, eigandi hans er María Tómasdóttir og Russmic Mordrid, black and tan rakki, einnig frá Englandi. Eigandi hans er Edda Hlín Hallsdóttir. Tvær gönguferðir voru á vegum deildarinnar í haust og var mjög góð þátttaka í þeim. Árdalsgangan var 15. september og mættu þar 35–40 cavalierhundar ásamt eigendum sínum þó veðurguðinir væru í sérdeilis ROK- og rigningarstuði. Þrátt fyrir veðrið var þetta fín ganga þó flestir yrðu ansi blautir, bæði hundar og menn. Í október fórum við í göngu um efri hluta Elliðaárdals og þá lék veðrið svo sannarlega við okkur. Mæting var með besta móti 37 cavaliereigendur með 34 hunda. Við tókum líka þátt í Laugavegsgöngu HRFÍ en þar mættu aðeins 15 cavalierar með eigendum sínum. Í nóvember var áætlað að ganga kringum Vífilstaðavatn en sú ganga féll niður vegna, vægast sagt, mjög óhagstæðra ve