Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 56

Blómadropar fyrir hunda(I-P) Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Impatiens Í þessu tölublaði Sáms verður áfram fjallað um notkun blómadropa fyrir hunda. Dropana má nota við margs konar kvillum en lang algengast er að þeir séu gefnir við andlegu ójafnvægi en stundum þó líka við líkamlegum einkennum. Ef einhver óvissa er um ástand hundsins er vitaskuld skylda hvers hundeiganda að hafa samband við dýralækni. Impatiens blómadroparnir styrkja samstarfsvilja og yfirvegun Í 2. tbl. Sáms 2012 var fjallað mjög stuttlega um tilurð blómadropanna, framleiðsluhátt, blöndun og hvernig á að gefa þá og er vísað í það blað til viðbótar þessari grein. Ef fólk vill kynna sér efnið enn ítarlegar eru til fjölmargar bækur um þetta efni sem og fræðsluefni á netinu. ◊ en draga úr skapstyggð og óþolinmæði. Droparnir eru góðir fyrir hunda sem hafa endalausa orku og virðast aldrei fá nógu mikla hreyfingu. ◊ Fyrir hunda sem verða auðveldlega æstir við þjálfun, flýta sér mikið og gera því mistök. Gott fyrir hunda sem geta alls ekki gengið afslappaðir við hæl. Þessir hundar geta ekki beðið eftir að komast út að ganga og inn aftur, geta ekki beðið eftir matnum og haga sér á allan hátt eins og þeir séu ofvirkir. ◊ Fyrir æsta hunda sem erfitt er að ná holdum á. ◊ Fyrir hunda sem verða æstir og eirðarlausir ef þeir fá ekki nógu mikla athygli eða vinnu. Þessa dropa er líka gott að hafa í huga fyrir hunda með ofangreind einkenni og eru með viðvarandi niðurgang eða 56