Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 50

Undaneldisrakkinn (e. stud dog) Höfundur: Guðrún Margrét Baldursdóttir Ég ætla að byrja þessa umfjöllun um undaneldisrakka með því að kvarta yfir því að það er ekkert virkilega gott orð í íslensku sem er notað yfir þessa mikilvægu hunda. Við tölum um stóðhesta eða graðhesta og erum yfirleitt nokkuð örugg um hvað felst í þeim hugtökum en yfirleitt er ekki talað um stóðhund; hvað þá graðhund, enda þætti það líklega frekar gróf orðanotkun! Ég verð því að sætta mig við hugtakið „undaneldisrakki“ en í þessari grein er ekki gengið út frá því að það eigi við um sérhvern ógeldan karlhund þótt þeir geti flestir getið af sér afkvæmi. Ég nota hugtakið í skilningi hundaræktandans og velti fyrir mér hvaða eiginleika rakki þurfi að hafa til að falla í flokk þeirra hunda sem augljóslega eiga erindi í ræktun og jafnframt hvort meðhöndla þurfi þessa, oft og tíðum, dýrmætu hunda á einhvern annan veg en venjulega heimilis- og sýningarhunda. Hvaða eiginleika þarf undaneldisrakkinn að hafa? Flestir sem hafa fylgst með hundasýningum eða öðrum atburðum þar sem hreinræktaðir hundar koma fram hafa eflaust upplifað tilfinninguna sem fylgir því að sjá hund sem heillar mann algerlega. Hann grípur augað í hópnum og maður finnur hvernig gæsahúðin sprettur fram af því að sjá hundinn stilla sér upp og hreyfa sig. Þetta tengist ekki endilega tegund heldur fremur einstaklingnum; þetta er hinn frægi „X-faktor“ sem flestum þeim er haslað hafa sér völl í heimi hreinræktaðra hunda ber saman um að hinn dæmigerði undaneldisrakki þurfi að hafa til að bera í ríkum mæli. Ég ætla að vitna í Judy De Casembroot, sem var þekktur ræktandi og dómari í Bretlandi um miðja síðustu öld, þar sem hún talar um hvað það er sem sannur undaneldisrakki (stud dog) þarf til að bera. Undaneldisrakkinn verður að hafa eitthvað alveg sérstakt við sig sem gerir það að verkum að hann grípur augað þegar hann kemur inn í hringinn. Án þessa hefur hundurinn einfaldlega ekki það sem til þarf. Þetta sérstaka atriði getur falist í útgeisluninni og hreyfingunum sem bera vott um skapgæði og óbilandi sjálfstraust; það getur verið að hundurinn sé aðeins stærri en hinir hundarnir eða með sérstaklega langan háls; jafnvel ótrúlega fallegt höfuð. Eitthvað hefur hann við sig sem veldur því að athygli þín beinist að honum og sama máli gildir um dómarann og hina sýnendurna. Allir frábæru ættfeðurnir hafa haft eitthvað sérstakt til að bera sem olli því að þeir skáru sig úr hópnum á þennan hátt. Ég hef lesið mjög svipaða lýsingu hjá hinum finnska, Juha Kares (Chic Choix), en hann hefur verið mjög farsæll í sinni ræktun og hefur sterkar skoðanir á öllu er varðar hundarækt. Hann talaði um að glæsilegur undaneldisrakki þurfi að grípa augað úr fjarlægð þannig að það sé eitthvað við heildarmyndina sem heillar frekar en summa einstakra atriða; eitthvað sem ekki er endilega hægt að koma í orð. Óhætt er að slá því föstu að flestir hinna svokölluðu 50 Ungverski vizslu-rakkinn, Ch. Hungargunn Bear It´N Mind, var valinn besti hundur sýningar á Crufts 2010. Hann þótti hafa „x-factorinn“ í mjög miklu magn H