Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 34

Feldgerð rétt en snyrting ekki Harri sagði feldgerð schnauzer-hundanna rétta en hefði þó viljað sjá þá betur snyrta. „Ég var hrifinn af irish soft coated wheaten terrier-tíkinni þó hún hafi ekki verið til í að sýna sig nægilega vel.“ Australian shepherd voru fjölmennir og fannst Harri tegundargerðin vera misjöfn eins og algengt er annars staðar í heiminum. Hann var þó nokkuð sáttur með tegundina í heild sinni. „Þeir þættir sem ég lagði mesta áherslu á voru stærðin, hlutföllin, styrkleikinn og hreyfingarnar.“ Besti hundur tegundar var sjö og hálfs árs tík sem hann var mjög hrifinn af. Weimaraner í góðum málum Harri dæmdi nokkrar tegundir úr tegundahópi 7. Ensku setter Tegundahópur 5: 1. sæti ISCh Múla Hríma Siberian husky Eigandi: Olga Rannveig Bragadóttir Ræktandi: Steindór V. Sigurjónsson hundarnir sem voru skráðir voru allir hvolpar og var Harri nokkuð ánægður með besta hvolp tegundar. Vorsteh voru margir hverjir fallegir en þeir stríhærðu voru frekar ungir að hans sögn. „Margir weimaraner hundar voru skráðir og voru þeir almennt af mjög góðri tegundargerð. Amerísku áhrifin voru ekki of mikil. Besti hundur tegundar, sem sigraði tegundahópinn og varð þriðji besti hundur sýningar, var með mjög góðar hreyfingar og í góðu jafnvægi. Fólkið í kringum tegundina var mjög íþróttamannslegt og andrúmsloftið í kringum hringinn var mjög gott.“ Harri var hrifinn af hundunum sem kepptu til úrslita um besta hund sýningar. „Ég var sérstaklega hrifinn af corgi og langhundinum, jafnvel þó að hann vildi ekki sýna sig fullkomlega. Einnig var ég ánægður að sjá weimaraner-hundinn sem ég dæmdi í verðlaunasæti.“ Að lokum sagðist Harri vera ánægður að sjá þróunina sem hefur orðið undanfarin ár á Íslandi. „Fyrir nokkrum árum voru bara tvær sýningar á ári og tveir dómarar. Haldið áfram þessu góða starfi hér.“ Tegundahópur 8: 1. sæti RW-13 Lokkur frá Götu Enskur springer spaniel Eigandi: Edda Janette Sigurðsson Ræktandi: Edda Janette Sigurðsson Frábært starfsfólk Gerard Jipping frá Hollandi var mjög ánægður með alla framkvæmd sýningarinnar. Hann nefndi sérstaklega hversu gott starfsfólk var í hringnum hans báða dagana. Hann dæmdi snögghærðan schäfer, sem hann var ánægður með á heildina litið. Afghan hound er hans tegund og var hann mjög hrifinn af besta hundi tegundar. Í whippet minntist hann sérstaklega á besta hvolp tegundar í flokki 4-6 mánaða sem hann kvaðst algerlega heillaður af. Ánægður með siberian husky Gerard dæmdi tvær stórar tegundir á laugardeginum, siberian husky og íslenskan fjárhund. Honum fannst husky hundarnir af miklum gæðum en hundur af þeirri tegund vann jafnframt tegundahóp 5. Hann kvaðst hafa verið stressaður að dæma þjóðarhundinn þar sem hann hefði ekki mikla reynslu af því að dæma íslenska hundinn. Honum fannst sér mikill sómi sýndur með því að fá að dæma tegundina og var almennt ánægður með hundana en fannst margir þeirra vera full stuttfættir. 34 Tegundahópur 9: 1. sæti RW-13 ISCh Royal Frise Dolly Doll Bichon frise Eigandi: Sigrún Vilbergsdóttir Ræktandi: Lazar A. Diana