Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 32

Snögghærður langhundur framúrskarandi Síðhærðu langhundarnir voru nokkuð góðir að mati Paulu en sumir voru þó ungir og áttu þónokkuð í land hvað varðar líkamlegan þroska. Besti hundur tegundar í snögghærðum langhundum var framúrskarandi að hennar sögn. „Hann gæti unnið hvar sem er í heiminum. Það vantar örlítið upp á sjálfstraustið hjá honum en hann er gullfallegur að öllu leyti.“ Einn petit basset griffon vendén var skráður á sýninguna og var Paula yfir sig hrifin af honum. „Hann er virkilega fallegur hundur og á eftir að verða enn betri með auknum þroska. Feldgerðin er rétt og hreyfingarnar frábærar.“ Besti öldungur sýningar 1. sæti C.I.E. ISShCh Lizabett Forest Dazzler HIT Briard Eigandi: Elín Lára Sigurðardóttir Ræktandi: Mrs V E Jennings Briard vakti hrifningu Paulu en þeir voru að hennar sögn af góðri tegundargerð, langir, sterkbyggðir og með fallegan feld. Sumir voru þó örlítið feimnir. Paula var sömuleiðis hrifin af shetland sheepdog í heild. Frábærir hundar í úrslitum Hundarnir sem kepptu til úrslita um besta hund sýningar gætu keppt hvar sem er í heiminum, að sögn Paulu. „Sigurvegarinn var ótrúlega fallegur og heilbrigður sem er svo erfitt að ná fram í tegundinni. Venjulega eru þeir bestu of litlir en þessi er af réttri stærð og getur svo sannarlega hreyft sig! Það er svo erfitt að ná fram stærðinni og heilbrigðinu í þessari tegund.“ Sýnendur mjög færir Aðspurð um ráð okkur til handa nefndi Paula snyrtingu schnauzerhundanna. „Mér líkar ekki þessi amerísku áhrif sem virðast vera á snyrtingu dvergschnauzer-hundanna.“ Paula var þó ánægð með framfarirnar sem hafa átt sér stað í mörgum tegundum og sagði gæðin mjög góð í mörgum tegundum hér. „Mér finnst ræktendur hafa almennt staðið sig vel hér á landi.“ Að lokum nefndi hún að henni Besti hvolpur sýningar lau. 4-6 mán 1. sæti Leynigarðs Hugur Labrador retriever Eigandi: Katrín Halldórsdóttir Ræktandi: Guðlaug Gísladóttir fyndist frábært að sjá allt hæfileikaríka unga fólkið á sýningunni. „Mér finnst ótrúlegt hve marga góða sýnendur þið eigið hér. Það vissu allir hvað þeir áttu að gera í hringnum og það finnst mér magnað miðað við það að hér eru aðeins fjórar sýningar á ári!“ Tatjana Urek frá Slóveníu var að dæma hér á landi í fyrsta sinn. Hún kvaðst lítið hafa vitað um Ísland og hún hefði til dæmis ekki gert sér grein fyrir að hér væri ennþá einangrun fyrir innflutta hunda. Hún sagði að miðað við hversu erfitt og dýrt það hlyti að vera fyrir Íslendinga að stunda hundarækt þá hefðu gæðin á hundunum komið sér á óvart. Gæðin misjöfn Á laugardeginum dæmdi Tatjana stærstu tegund sýningarinnar, labrador retriever. Hún sagði að hundarnir hefðu verið misjafnir eins og í öðrum löndum en heildargæði hefðu verið mjög mikil og hún hefði verið ánægð með tegundina. Á sunnudeginum dæmdi hún tegundir úr tegundahópi 9, eða cavalier, coton de tuléar, havanese, malteser og shih tzu. Hún kvaðst hafa verið sérstaklega hrifin af shih tzu hundunum, sem væru af miklum gæðum. Shih tzu væri hennar tegund og það hefði glatt hana að sjá hversu góðir hundarnir voru. Cavalier king charles spaniel hundarnir sagði hún að hefðu verið 32 Besti hvolpur sýningar lau. 6-9 mán 1. sæti Raq Na Rock’s Hrafnkatla Siberian husky Eigandi: Kolbrún Arna Sigurðardóttir Ræktandi: Kolbrún Arna Sigurðardóttir af misjöfnum gæðum en hún hefði verið mjög ánægð með besta rakka og bestu tík. Maltese hundurinn, sem varð annar í tegundahópi 9,