Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 29

Afrekshundur ársins 2013 Íslenski fjárhundurinn, Stefsstells Skrúður Eigandi: Vigdís Elma Cates Stefsstells Skrúður er 7 ára gamall íslenskur fjárhundur. Skrúður kom inn í líf Elsu Lindar þegar hún var tveggja ára gömul. Nokkrir hundar voru fyrir á heimilinu og náði Elsa Lind strax góðu sambandi við þá alla en sambandið milli Skrúðs og Elsu Lindar varð samt alveg einstakt. Elsa Lind er með ódæmigerða einhverfu sem lýsir sér þannig að hún fer inn í sinn eigin heim og tjáir sig lítið þó að það hafi breyst mikið á undanföru. Hún er líka með cerebral palsy (CP) sem þýðir að hún hefur ekki fulla stjórn á hreyfingum. Skrúður laðaðist strax að Elsu Lind og því ákvað amma Elsu, Elma Cates, að hann yrði notaður til að þjálfa hana við að læra að tala og seinna í að lesa.Í fimm ára deild og í fyrsta bekk fór Elsa Lind með mynd af hundinum í skólann, kennararnir drógu upp mynd af Skrúði og út frá því tókst þeim að fá Elsu Lind til að að fá hana ti