Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 28

Þjónustuhundur ársins 2013 Leiðsöguhundurinn Exo Eigandi: Svanhildur Anna Sveinsdóttir Leiðsöguhundurinn, Exo hefur bætt líf Svanhildar Önnu Sveinsdóttur mikið en hann fékk hún vorið 2010. Hann er hennar hjálpartæki þegar hún þarf að komast á milli staða og gerir henni kleift að komast af án annarrar aðstoðar til að sinna sínum daglegu og félagslegu störfum. Svanhildur segir leiðsöguhundinn vera fyrst og fremst hjálpartæki og að hann hafi sannað gildi sitt margsinnis. Hann er jafnframt vinur hennar og hún segir hann veita sér mikinn félagsskap. Stuttu eftir að Svanhildur fékk Exo fékk hún að vita að hún fengi ekki að hafa hund í þeirri íbúð sem hún bjó í þá. Svanhildur þurfti að selja íbúðina sína og flutti rétt áður en lagabreyting gekk í gegn sem felur í sér að leiðsöguhundar skuli vera leyfðir alls staðar. Svanhildur og Exo búa núna á jarðhæð sem eru mun þægilegra fyrir þau bæði því þar eru Leiðsöguhundurinn, Exo Eigandi: Svanhildur Anna Sveinsdóttir engar tröppur og Exo fékk sitt pláss útí garði. Drífa Gestsdóttir, þjálfari leiðsöguhunda, fylgist með Exo og samvinnu þeirra Svanhildar og segir Svanhildur að það sé mjög gott að geta leitað til hennar eftir ráðum og aðstoð. Ritstjóri og ritnefnd Sáms þakka af alhug eftirfarandi aðilum fyrir greinaskrif, ljósmyndir eða aðra aðstoð við útgáfu blaðsins: Brynju K. Magnúsdóttur, Erling Aðalsteinssyni, Ernu S. Ómarsdóttur, Guðrnýju S. Tryggvadóttur, Hönnu Arnórsdóttur, Huldu Jónasdóttur, Juha Kares, Kristínu Jónasdóttur, Rakel Ósk Sigurðardóttur, Pétri Alan Guðmundssyni, Soffíu Kwaszenko, Söndru Björk Ingadóttur, Sóleyju Ósk Sigurgeirsdóttur, Þorsteini Thorsteinson 28