Sámur 3.tbl - árg.36- 2013 | Page 21

Weimaraner af tveimur tegundargerðum Frank Kane hefur mikla þekkingu á tegundum í tegundahópum 7 og 8 og hefur gefið út bók um þær tegundir þar sem hann útskýrir vel og vandlega tegundarmarkmið og eðli hverrar tegundar. Hann dæmdi meðal annarra enskan cocker spaniel og kvaðst ánægður með heildargæði tegundarinnar á Íslandi. Weimaraner-hundarnir skiptust í tvær tegundargerðir að hans sögn; létta og smáa hunda og hunda með meiri og sterkari bein en sú síðarnefnda er hin rétta tegundargerð. Frank var mjög hrifinn af tíkinni sem var valinn besti hundur tegundar sem var að hans mati virkilega falleg og af mjög miklum gæðum. Vorsteh af miklum gæðum Vorsteh-hundarnir voru mjög góðir að sögn Frank. „Í tegundinni voru skráðir til leiks mjög lofandi og fallegir ungir hundar sem voru allir úr sama goti en móðir þeirra, mjög falleg meistaratík, var einnig sýnd. Ég var mjög ánægður með besta hund tegundar sem sigraði tegundahóp 7 og ég tel hann eiga bjarta framtíð.“ Frank dæmdi einnig stríhærða vorsteh en aðeins tveir voru skráðir sem voru að hans mati Besti hundur sýningar 2. sæti RW-13 ISCh Ryslip Celtic Tiger at Craigycor Wel ͠