Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 60

það mjög mikilvægt í svo ungri tegund að fólk ynni saman og kynnti sér tegundarmarkmiðið vel og með fullum skilningi. „Einstaklingarnir voru mjög ólíkir en ég var sáttur við tíkina sem varð besti hundur tegundar. Önnur besta tík tegundar var mjög lofandi.“ Ýmislegt sem þarf að athuga Chihuahua-tegundin er sú tegund sem stendur hjarta hans næst og fannst honum gaman að fá tækifæri til að dæma hana hér á landi. „Ég hef sjálfur ekki ræktað chihuahua í 8 ár og tók um það meðvitaða ákvörðun þegar ég fór í dómaranámið til að forðast árekstra sem upp gætu komið við það. Ég hef lengi fylgst með tegundinni og man þá tíð þegar einungis þrír til fjórir snögghærðir chihuahua-hundar voru sýndir. Nú eru tímarnir aðrir og þeim hefur fjölgað mikið.“ Á sýningunni voru, að sögn Daníels, sýndir einstaklingar af mjög ólíkum tegundargerðum og næstum því ótegundartýpískir. Gegnum gangandi fannst honum það sama að þeim flestum sem ekki fengu áframhald upp úr sínum flokkum og voru það beinir framhlutar og stuttir hálsar en eitthvað var um of lítil augu og þröng trýni. Í sumum tilfellum voru trýnin svo þröng að framtennur í neðri gómi rúmuðust ekki milli vígtanna. „Frá þessu þarf að fara svo vandamálin verði ekki alvarleg og dýrin fari að líða fyrir. Það var engin tík sem keppti um bestu tík tegundar en rakkinn, sem varð fulltrúi tegundarinnar í úrslitum, heillaði mig upp úr skónum. Hann hafði öll þau tegundareinkenni sem beðið er um í tegundarmarkmiðinu án þess að vera ýktur á nokkurn hátt.“ „Rígmontið tryllitæki“ Það var hins vegar allt annað uppi á teningnum í loðna afbrigðinu, þó svo að þar væru hundar af ólíkum týpum en að mati Daníels er það afbrigði í betri málum. Ólíkt snögga afbrigðinu voru framhlutarnir betri en í mörgum tilfellum voru afturfótahreyfingar þröngar og lengd á búk aðeins of mikil en gæðin voru heilt yfir betri en í þeim snögghærðu. „Rakkarnir voru betri en tíkurnar. Það sem mér fannst kannski helst að hjá tíkunum var hversu lítið loðnar þær voru fyrir tegundina. Hvort um megi kenni pörunum milli afbrigða, veit ég ekki í þessum tilfellum, en finnst eðlilegt að velta því upp. Rakkinn, sem varð besti hundur tegundar, kom úr ungliðaflokki. 10 mánaða rígmontið tryllitæki sem telur líklega að sólin komi upp fyrir hann og að við hin fáum að njóta hennar með honum!“ Þetta er skapgerðin sem tegundin á að hafa, sagði Daníel, og hana þarf að varðveita. Hann var ánægðastur með þá hunda sem kepptu um besta rakka tegundar og sagðist finna fyrir stolti yfir því í hve góðum höndum tegundin væri. „Það eru skilboð mín, hafandi t