Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 6

sé æðra sett og geta verið í stöðugri valdabaráttu á meðan tveir rakkar eiga auðveldara með að finna það út og halda sig svo við það. Ef fyrri hundur er orkumikill, þarf mikla athygli og er krefjandi í þjálfun, er kannski ekki viðbætandi að fá sér annan eins. Þá er kannski æskilegra að fá sér hund sem er auðveldari í þjálfun og meðfærilegri. Stór rakki fer vel með minni tík en stórir hundar eru almennt góðir með litlum hundum. Tveir hvolpar á sama aldri Ekki er æskilegt að taka tvo hvolpa að sér á sama tíma hvort sem þeir eru úr sama goti eða ekki. Nokkur hætta er á að þeir tengist hvor öðrum svo sterkum böndum að það myndist ekki náin tengsl á milli þeirra og eigenda. Hvolparnir geta orðið óaðskiljanlegir, sjálfum sér nægir og fólk vanmetið þörfina á þjálfun þeirra. Hvolpur þarf mjög mikla þjálfun og umhyggju. Nógu mikil vinna felst í að vera með einn hvolp, hvað þá tvo. Ef tveir hvolpar eru á sama heimili er gott að halda þeim aðskildum á nóttunni, helst í sitthvoru herberginu og þá þannig að þeir sofi inni hjá manneskju. Það styrkir böndin við fólk. Þá þarf líka að þjálfa þá algjörlega hvorn fyrir sig. Í raun þarf að gera allt sem gert er með einum hvolpi en í sitt hvoru lagi. Óöruggari hvolpurinn fer annars 6 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 algjörlega að treysta á sterkari hvolpinn og það getur háð honum mjög ef hann er svo einn seinna. Að sjálfsögðu er hægt að gera margt með þeim saman en aðeins þegar þeir eru algjörlega sáttir og öruggir við að vera aðskildir. Tímasetning Gott er að bíða í að minnsta kosti t