Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 59

mér þægilega á óvart.“ Leni dæmdi einnig pug sem hún var almennt ánægð með og franskan bulldog þar sem aðeins tveir voru sýndir. Úrslit sýningar Leni dæmdi úrslit í tegundahópum 1 og 2. „Ég átti í erfiðleikum með að velja á milli schäfer og corgi enda báðir mjög fallegir hundar. Ég var einnig mjög ánægð með dobermann-tíkina sem sigraði tegundahóp 2 en dobermann-rakkinn, sem var sýndur í tegundinni, var of grófur og alls ekki nógu glæsilegur (e. elegant) eins og þeir eiga að vera.“ Leni sagðist hafa verið hrifin af hundunum í úrslitum sýningar þó hún hefði sjálf ef til vill valið aðra í verðlaunasætin. Hún vildi benda sýnendum á að gefa hundunum ekki stanslaust verðlaunabita inni í hring og margir gæfu hundunum bitann á röngum tíma. Fyrirmyndarfólk sem kemur að sýningunum Daníel Erni Hinrikssyni fannst sýningin með glæsilegasta móti eins og áður. „Það er fyrirmyndarfólk sem vinnur að sýningunum og mér finnst hver og einn eiga þar hrós skilið; s