Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 52

Golden retriever voru af mismunandi tegundargerð að hans sögn. „Það var ungur rakki, 10 mánaða, sem ég var hrifinn af sem var svo 2. besti rakki tegundar. Hann er örlítið lágur en á vonandi eftir að þroskast. Ég var mjög hrifinn af besta rakka og bestu tík tegundar.“ Gæði schäfer-rakkanna mikil Besti öldungur sýningar Papillon C.I.B. FINCh FRCh GIBCh MONCh WW-12 Connection I Know Nothing Eigandi: Ásta María Guðbergsdóttir Ræktandi: Vesa Toivanen Michael dæmdi snögg- og síðhærðan schäfer og var mjög sáttur með heildargæði tegundanna. „Gæðin í snöggu rökkunum voru mjög mikil og var ég afskaplega ánægður með rakkana sem kepptu um besta rakka tegundar. Ég var ekki alveg jafnhrifinn af tíkunum í heild. Besti rakki tegundar, sem einnig varð besti hundur tegundar, sigraði tegundahóp 1 og sýninguna alla, var virkilega fallegur. Hann var í góðum hlutföllum og með frábærar hreyfingar. Ég var líka mjög hrifinn af bestu tík tegundar en hefði viljað sjá hana með meiri bein og skrokk.“ Besti hundur tegundar í síðhærðum var mjög fallegur að hans mati og endaði í 4. sæti í tegundahópi 1. Whippet voru mismunandi að gerð og stærð en besti hundur tegundar var mjög gott eintak, að sögn Michael. Cavalier king charles spaniel er tegund sem Michael á og ræktar og varð hann fyrir miklum vonbrigðum með hundana hér en tók þó fram að hann hefði verið hrifinn af besta hundi og bestu tík tegundar. „Margir voru með of lítil höfuð og „pigment“ var ekki nógu gott yfir heildina.“ Michael var himinlifandi að tveir hundar, sem hann dæmdi, náðu verðlaunasætum í úrslitum um besta hund sýningar en það voru schäferrakkinn sem sigraði og ungverski vizslu-rakkinn sem varð í 4. sæti. Hann sagðist engin ráð hafa handa Íslendingum enda væri greinilegt að Hundaræktarfélagið stæði sig vel og gæði hundanna voru almennt mjög góð miðað einangrun landsins. Gott skipulag sýningarinnar Tegundahópur 3 – 1. sæti Silky terrier Tawny Mist Pebbeway Run Baby Run Eigandi: Rhonica Reynisson Ræktendur: John & Nancy Triplett, Donna L Renton & Krystal Wilson Leif L. Jorgensson frá Danmörku þótti sýningin vel skipulögð og margir fallegir hundar voru skráðir til leiks. Honum fannst gaman að sjá gæði íslensku fjárhundanna hér á landi sem eru hans eigin tegund. „Ég dæmdi marga fallega íslenska fjárhunda en margir voru þó fremur beinir að framan sem er einnig vandamál í Danmörku.“ Einnig dæmdi hann alaskan malamute sem var nokkuð góður en ekki sá besti sem hann hafði dæmt. Hann var sáttur með almenn gæði í enskum cocker spaniel þó þeir hefðu ekki verið margir og var mjög ánægður með papillon. „Margir papillon-hundar hreyfðu sig mjög vel en sumir voru þó fremur beinir að framan.“ Hann var hrifinn af besta hundi tegundar í tíbet spaniel sem var tík af réttri stærð og með frábærar hreyfingar. Leif fannst hundar í úrslitum sýningar mjög fallegir og talaði um að tegundargerð schäfer-hundsins sem sigraði væri mun betri en tegundargerðin almennt í Danmörku. Fallegir labradorar Tegundahópur 4/6 – 1. sæti Dachshund, miniature, síðh. C.I.E. RW-14-15 ISShCh Luna Caprese Immagine Allo Speccio Eigandi: Hallveig Karlsdóttir Ræktandi: Lamarca Francesco Igor Vyguzov frá Rússlandi hafði ekki komið til Íslands áður. Hann dæmdi ýmsar tegundir, þar á meðal labrador retriever á laugardeginum. Hann dæmdi tegundahópa 2 og 8 á laugardegi og tegundahóp 10 á sunnudeginum. Hann sagðist hafa orðið mjög hissa og ánægður yfir miklum gæðum labradorhundanna, hann hefði séð marga mjög fallega hunda. Besti hundur tegundar, sem hefði orðið í fyrsta sæti í tegundahópi 8, væri frábær fulltrúi tegundarinnar með einstaklega góðar hreyfingar. Igor var einnig mjög hrifinn af besta hundi tegundar í nova scotia duck tolling retriever, sem hann valdi í