Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 47

tegundargerð. Í shetland sheepdog var, líkt og í australian shepherd, öldungstík með fallegar hreyfingar sem sigraði en sonur hennar var besti rakki tegundar. „Shetland sheepdog voru af mismunandi tegundargerð en almennt eru þeir of stórir eða of litlir, beinir að framan og með lélegar hreyfingar en það á við um tegundina um allan heim.“ Hún sagðist ekki hafa verið hrifin af border collie sem voru af afar misjafnri tegundargerð og fáir sem gátu hreyft sig vel, að hennar mati. Besti hundur tegundar var heldur þungur rakki en var með bestu hreyfingarnar. Rough collie er tegund sem Jadranka ræktar og var hún hrifin af tíkinni sem sigraði í tegundinni. „Mjög falleg tík en ég hefði viljað sjá hana betur snyrta og betur þjálfaða.“ Briard var, að hennar sögn, í mjög góðum málum hér og stofninn greinilega mjög sterkur en hún gaf þeim öllum meistaraefni. tík, hreyfði sig best af þeim öllum en ég valdi rakkann vegna þess að hann var yngri.“ Jadranka sagði að Íslendingar yrðu að halda vel utan um þessa dýrmætu tegund og sagði að fólk myndi heillast af henni enn frekar ef hundarnir kynnu að haga sér. Í schäfer var skráning mjög góð sem kom henni á óvart „Venjulega er skráning í tegundinni ekki svona góð á sýningum erlendis. Flestir fara á sérsýningar (e. sieger show) og fæstir hlusta á hvað okkur finnst. Gæðin og hreyfingarnar komu mér skemmtilega á óvart en sumir voru ekki með nógu góða topplínu, eins og algengt er alls staðar. Tíkin og rakkinn sem sigruðu voru mjög fallegir einstaklingar og með frábærar, heilbrigðar hreyfingar.“ Geoffrey Curr frá Bretlandi var að dæma á Íslandi í fyrsta skipti. Hann sagðist hafa o