Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 45

má ekki verða of þungur. Fylling og jafnvægi eru mikilvægir þættir í byggingu þessara hunda.“ Ræktunarhópur schäfer framúrskarandi Það kom í hlut hans að dæma tegundahóp 8 þar sem golden retriever-tík fór með sigur af hólmi. „Hún sýndi sig virkilega vel í tegundahópnum en í úrslitum sýningar sást að hún var ekkert sérstaklega ánægð með veðrið.“ Einnig dæmdi hann úrslit um besta ræktunarhóp dagsins en þar var hópur schäfer-hunda sem sigraði en sá hópur var framúrskarandi að hans mati enda allir hundarnir af svipaðri tegundargerð. Hann var mjög ánægður með heildargæði griffon sem voru í góðu jafnvægi, af réttri stærð og með góða feldgerð. „Ég hefði kannski viljað örlítið betri höfuð en var almennt mjög ánægður. Ég var mjög hrifinn af ræktunarhópnum líka.“ Einnig kvaðst hann hrifinn af miniature poodle-tíkinni sem var valin besti hundur sýningar seinni daginn en hún var með dæmigerða skapgerð, fallegar hreyfingar og snyrt á réttan hátt. Besti r