Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 4

þörf. Þegar eigandinn er sannur leiðtogi og hefur fulla stjórn á sínum hundum læra hundarnir að búa saman í sátt og samlyndi. Þar sem tveir hundar búa saman er annar hundurinn ofar hinum og það er nauðsynlegt að styðja þann hund í því hlutverki. Yfirleitt er það sá eldri eða sá sem var fyrr á heimilinu. Það þýðir ekki að hinn hundurinn fái ekki stuðning eða að verið sé í liði með öðrum. Þetta er hreinlega þeirra eðli og þannig líður þeim best og líkurnar á átökum og valdabaráttu á milli þeirra minnka. Að velja hundinn Að eiga tvo hunda Höfundur og ljósmyndir: Þórunn Inga Gísladóttir Það færist í vöxt að hundaeigendur haldi tvo hunda og fólk talar gjarnan um að betra sé að vera með tvo hunda en einn. Ef maður á hvort eð er einn, af hverju ekki að bæta öðrum við? Fyrirhöfnin sé nánast sú sama og tveir hundar veiti meiri ánægju en einn. Fólk með einn hund er jafnvel með samviskubit að hafa hann einan. Rökin eru gjarnan að auðveldara sé fyrir hundinn að hafa félagsskap, hann geti verið lengur einn heima og það þurfi ekki að sinna honum eins mikið þar sem hann hafi leikfélaga. Þetta eru góðar og gildar ástæður í sjálfu sér og alveg eðlilegt að fólk velti þeim fyrir sér. En hvað mælir með og á móti því að halda tvo hunda? Er eðlilegra fyrir hunda að vera fleiri en einn? Hvenær er rétti tíminn að bæta öðrum hundi við? Hvernig er best að standa að uppeldi og þjálfun? Hópeðli hunda Hundar eru í eðli sínu hópdýr þar sem skýrar reglur ríkja um hver sé leiðtoginn. Hver hundur hefur ákveðna stöðu, frá æðsta leiðtoga niður í þann sem er neðstur í virðingarstiganum. Menn verða að skilja þetta eðli hunda til að þeir geti búið í sátt og samlyndi með þeim. Forverar heimilishunda lifðu villtir saman í hópum. Stöðugleiki innan hópsins gat ráðið úrslitum um afkomu hans. Hundarnir þróuðu með sér samskipti til að halda friðinn og til að forðast slagsmál innan hópsins og 4 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 sundurlyndi. Augnaráð, líkamsstaða, glefs, urr og að taka í háls hvors annars eru allt atferli í þessum tilgangi. Eigandi þarf að gera hundum grein fyrir því að þeir séu neðstir í virðingarstiganum á heimilinu. Og það er ekkert slæmt fyrir þá, því ótrúlegt en satt, þá eru þeir mjög hamingjusamir með þann stað. Hundar verða óhamingjusamir og stressaðir þegar virðingarröðin er óljós og þeir þurfa að prufa fólkið í kringum sig til að fá úr því skorið hver staða þeirra sé innan hópsins. Hundur tekur völdin ef hann heldur að þess sé Alltaf er hægt að finna hundi annað heimili ef hlutirnir ganga ekki upp. En það reynir á alla sem hlut eiga að máli. Það er sérstaklega erfitt fyrir hundinn sem lendir í því að þurfa að fara. Það getur líka haft slæm áhrif á hinn hundinn ef ekki er vel að hlutunum staðið. Nauðsynlegt er því að vanda valið og hugsa sig vel um áður en farið er af stað að finna annan hund. Stærð, hárlos, feldhirða, virkni, gelt og hreyfiþörf eru allt atriði sem hafa ber í huga við val á öðrum hundi. Líka er vert að athuga að líklegra er að hundum af sitt hvoru kyninu semji betur þó svo að vandamál geti fylgt þegar tík lóðar. Meiri hætta er á slagsmálum þegar hundar eru af sama kyni þó svo að oft gangi það líka alveg. Það getur valdið miklu álagi á tvo hunda af sama kyni, sem eru fastir í sömu aðstæðunum, ef annar er í eðli sínu mjög ráðríkur og hinn undirgefinn. Þá er líklegt að sá sem er í eðli sínu dóminerandi verði það enn meira og sá undirgefni verði enn undirgefnari þar sem þeir eru alltaf bara tveir. Eðli þeirra ýkist í aðstæðunum og bilið á milli þeirra eykst. Annað væri ef þeir væru í stórum hundahóp þar sem álagið dreifist á fleiri hunda. Hundar af sama kyni sem búa saman þurfa að gera upp á milli sín hvor ræður. Tveimur tíkum er hættara við að semja illa en tveimur rökkum. Svo virðist sem þær eigi erfiðara með að ákveða hvor