Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 36

Rétt eins og sumt fólk getur orðið háð stressi og orðið vinnualkar, þá getur hið sama hent hunda. Þeir festast í vítahring sem samanstendur af því að fá vænan skammt af adrenalíni en upplifa fráhvarfseinkenni þegar adrenalínið minnkar. Þau vilja endurtaka streituvaldinn sem kom vímunni af stað til að líða betur (rétt eins og líkami skokkara krefst hreyfingar ef hann hættir að hreyfa sig reglulega). Þessir hundar elska til dæmis að sækja/skila bolta því það veitir þeim gríðarlegt adrenalínskot og verða jafnvel svo háðir boltanum að þeir bera hann um í kjaftinum daglangt, ota honum að gestkomandi og krefjast þess að fá boltakast að minnsta kosti einu sinni á dag. Slíkir adrenalínfíklar taka stundum upp á því að elta bíla til að fá þörfum sínum fullnægt. Skoðum hund sem eltir prik sem er kastað fyrir hann. Prikinu er ekki kastað langt heldur aðeins rétt svo fram fyrir fætur eigandans. Púlsinn hjá hundinum er mældur meðan á þessu stendur og fer hann úr 152 slögum upp í 221. Ef sami hundur er hins vegar látinn þefa eftir nammi sem kastað er í gras fer púlsinn frá 138 NIÐUR í 86. Þetta gefur mikilvægar upplýsingar um hvaða afþreying er heppilegust fyrir hunda. Mikilvægt er að átta sig á því hvenær hegðun er hætt að veita hundinum gleði og farin að breytast í þráhyggju eftir adrenalínskoti. Þegar það er komið á hreint er hægt að draga hægt og rólega úr stressvaldinum (boltakastinu í þessu dæmi) og hjálpa hundinum þannig að komast yfir fíknina. Þetta hljómar allt frekar absúrt en gefið ykkur smá tíma í að melta þessar upplýsingar og þær munu skýra sig sjálfar fyrir ykkur einn daginn. Stressglasið Annað sem vert er að hafa í huga þegar maður skoðar streitu hjá hundum er hversu mikið áreiti þeir þola áður en