Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 32

„bransanum“. Áður fyrr voru hundarnir oft af svo ólíkum týpum og úrslit á sýningum mjög mismunandi þangað til það kom kannski eitt gott eintak sem vann alltaf. Núna er þetta mun jafnara og margir góðir einstaklingar sem slást um stigin. Snætinda Ísafold er sigursælasti hundur Snætinda-ræktunar. Hafið þið lent í einhverjum leiðinlegum atburðum með got? Ef svo er, hvernig tókust þið á við það? Við höfum fengið einn holgóma hvolp sem var ekki skemmtileg reynsla. Við áttuðum okkur ekki strax á því hvað var að og héldum lífi í greyinu í þrjár vikur en tókum þá ákvörðun um að láta lóga honum þar sem hann var kominn með sýkingu í lungu. Það hefði verið mun betra hefðum við tekið eftir þessu strax því maður er farinn að tengjast þriggja vikna hvolpi svo mikið. Eigið þið einhver góð ráð til annarra ræktenda? Eitt sinn sagði þekktur ræktandi að þeir sem þora ná lengra. Það hefur verið okkar mottó að fara ekki eingöngu eftir hefðbundnum leiðum heldur nota brjóstvitið, hvað okkur þykir rétt. Skyldleikastuðull og tölustafir á heilbrigðislista eru eitt en svo er allt hitt sem skiptir svo miklu máli. Okkur finnst erfitt að útiloka hund sem greinst hefur með mjaðmalos en hefur allt sem okkur vantar, því eins og sumir hafa reynt þá eru niðurstöður mjaðmamynda ekki óskeikular. Nú nýlega fór hundur úr okkar ræktun, sem greindur var með D-mjaðmir fyrir nokkrum árum síðan, í aðra myndatöku. Niðurstöðurnar voru sláandi, fék