Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 28

mikilvægt til að viðhalda almennt góðu heilbrigði, til dæmis hjarta- og æðakerfi og meltingu. Einnig verður vöðvarýrnun minni sem aftur ýtir undir að aflögun liðamóta verður minni og með því móti verða verkirnir minni. Þessi lyf eru þó ekki án aukaverkana og þau þarf að nota með mikilli aðgát. Þau geta til dæmis valdið uppköstum og niðurgangi og á aldrei að nota án samráðs við dýralækni. Eins er mjög mikilvægt að nota einungis lyf ætluð hundum en ekki fólki. Til eru bólgueyðandi lyf með stutta virkni og með forðavirkni. Nýrnahettuhormón (corticosteroids) myndast í ákveðnu magni í nýrnahettum hunda. Þessi hormón eru stundum notuð við meðhöndlun á gigt en þá í mun meira magni en líkaminn myndar. Þessi lyf hafa einnig töluverðar aukaverkanir og eru því ekki notuð nema að vel ígrunduðu máli og aldrei án samráðs við dýralækni. Mikilvægt er að hafa í huga að þessi lyf minnka bólgu og verki en eiga engan þátt í að lækna slitgigt. Brjóskverndandi lyf Brjóskverndandi lyf (chondro-protectants) af ýmsu H