Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 25

Pomeranian fyrir og eftir snyrtingu þeir séu af sömu tegund. Feldgerð er mismunandi og hver einstaklingur er sérstakur. Hundasnyrtarnir þurfa að gæta þess að fara vel að hundunum svo þeir fái góða reynslu af snyrtingunni. Sumir hundar njóta þess að fara í snyrtingu en aðrir eru ekki eins kátir með það og eru jafnvel smeikir. Enn aðrir eru ekki hrifnir af því að fara í bað og fara jafnvel í fýlu. Þegar búið er að taka á móti fyrstu hundunum er vanalega byrjað á að klippa klær og raka eða grunnklippa ef við á til að spara tíma og þeir eru svo settir í bað. Flestir hundar eru baðaðir tvisvar og notuð er hársápa sem hentar viðkomandi hundi. Sumir eru með ofnæmi á meðan aðrir þurfa sterkari sápu til að ná til dæmis húðfitu úr feldinum. Hárnæring er sett eftir á ef hún hentar þeirri feldgerð. Næringin er skoluð vel úr og svo eru hundarnir þurrkaðir með handklæði og settir upp á snyrtiborð á ný. Næst eru þeir blásnir þurrir með kraft- og/eða standblásara. Í blæstrinum eru greiddar úr flækjur, ef einhverjar eru eftir, því þær sjást vel í blæstrinum eftir baðið. Greitt er yfir með greiðu til að ganga úr skugga um að allar flækjur séu farnar. Til eru margar gerðir af burstum, greiðum og skærum sem henta ýmsum feldgerðum. Sumir hundar koma einfaldlega í bað og blástur, þar sem öflugir hárblásarar eru á stofunum, til að losa heimilið við hárin ef hundurinn er í hárlosi. Hundarnir eru síðan klipptir þegar þeir eru orðnir alveg þurrir. Klippt er undir þófum áður en þeir eru afhentir eigendum sínum. þá reglulega. Gott er að athuga flókamyndun á síðum feldi og sjá hvort sár eða óeðlilegir hnúðar séu til staðar. Mikilvægt er að skoða og lykta úr eyrum, sem eiga að vera fölbleik og lyktarlaus. Augu eiga að vera björt og rök með bleikri slímhúð og einnig er gott að skoða þófa sem og kynfæri og endaþarm. Starf hundasnyrta er skemmtilegt, krefjandi og getur verið líkamlega erfitt og þarf fólk að læra að beita sér rétt. Einnig er að sjálfsögðu mikilvægt að vera þolinmóður og kunna að umgangast mismunandi hunda en það má með sanni segja að það sé gefandi og skemmtilegt að vinna í kringum dýr. Flækjur geta valdið miklum óþægindum og jafnvel sárum og sýkingu ef þær eru ósnertar lengi. Bleyta safnast fyrir í þeim og þær toga í húð hundsins og hamla því að hún geti andað. Sumir eigendur átta sig ekki á flókum og greiða jafnvel bara yfirborðið en gleyma að lagskipta feldinum og fara skipulega í gegnum allan hundinn til að leysa þær allar, sem er nauðsynlegt. Til eru margs konar burstar á markaðnum og hafa mjúkir vírburstar eða svínshára/nylon burstar reynst best á flækjur. Einnig má notast við fingurna til að taka flækjur í sundur. Gott er að renna svo yfir hundinn með greiðu alveg inn að húð, sem á að renna án fyrirstöðu í gegn, til að athuga hvort allar flækjur séu leystar. Algeng flókasvæði eru bak við eyru, undir framfótum, í buxum og á bringu. Bursta skal reglulega yfir síðhærða hunda svo flækjur nái ekki að myndast, sérstaklega þegar blautt er úti. Það er mikilvægt fyrir alla eigendur að fara vel yfir hundana og skoða Ljósmyndir voru teknar á hundasnyrtistofunni Dekurdýrum. Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 · 25