Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 22

Laugavegsganga HRFÍ Höfundur: Svava Björk Ásgeirsdóttir Ljósmyndir: Ágúst Ágústsson og Pétur Alan Guðmundsson Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands var farin þann 10. október síðastliðinn. Arkað var af stað í blíðskaparveðri frá Hlemmi og var mæting ferfætlinga og eigenda þeirra góð. Lúðrasveit Austurbæjar og Ragnar Sigurjónsson voru fremst í flokki og vakti gangan mikla athygli og lukku meðal vegfarenda í miðbænum. Þetta er sérlega skemmtileg hefð sem búið er að endurvekja hjá félaginu og vonandi verður þátttakan enn meiri næst, enda er hér um frábæran viðburð að ræða fyrir hundana, hundaeigendur og fjölskyldur þeirra, og ekki síst fyrir samfélagið. Hundar eru hluti af fjölskyldulífi hundaeigenda og ekkert nema sjálfsagt að bera boðskapinn út á meðal fólks og vera sýnileg! 22 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015