Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 21

Afrekshundur ársins Leynigarðs Loki er afrekshundur ársins 2015 óeðlilegs flæðis svefnhormóna, sértækri þroskahömlun, seinkun á tali, ýmsum vandamálum með líkamsbyggingu, heyrnaskerðingu. Það erfiðasta við heilkennið eru ofsafengin bræðisköst og sjálfskaði. Ísabella Eir er alla jafna mjög hvatvís og eirðarlaus en nærvera Loka hefur róandi áhrif á stúlkuna. Loki gengur oft inn í aðstæður hjá Ísabellu, til dæmis þegar þreyta gerir vart við sig eða kast er í uppsiglingu og nær að róa hana og oft svæfa. Ef manneskja myndi gera hið sama hefði það öfug áhrif. Á næturnar fer Loki reglulega í „eftirlitsferðir“ og hugar að Ísabellu og sefur gjarnan við rúm hennar. Vegna heilkennisins er Ísabella ekki altalandi og styðst við tákn með tali en í samskiptum sínum við Loka hefur hún fundið hvata til að auka orðaforða sinn. Ljósm. Sigríður Jónsdóttir Sigrún Guðlaugardóttir, eigandi Loka, er stuðnings-foreldri fyrir unga dömu að nafni Ísabella Eir. Sú er 6 ára og er ein af þremur hér á landi greind með SmithMagenis heilkenni (SMS). SMS er genagalli sem einkennist af ýmsum þáttum, þar á meðal miklum svefntruflunum vegna Ísabella og Loki hafa tvisvar sinnum tekið þátt í barnaflokkum ungra sýnenda og þar hefur