Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 17

Þór Eymundsson frá Hollandi. Í ár var samþykkt tillaga DÍF að ávallt skuli vera í nefndinni fulltrúi heimalandsins og nefndina skipa nú Ingbritt Sannel frá Svíþjóð, Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir frá Íslandi, Katariina Jarkko frá Finnlandi og Svend Brandt Jensen frá Danmörku. Gagnagrunnur Frá upphafi var lögð áhersla á að finna tölvuforrit þar sem hægt væri að setja saman heildarstofn íslenska fjárhundsins og fá þannig betri yfirsýn yfir stofninn. Öll löndin nota nú ræktunarforritið LatHunden en höfundur þess, stofnerfðafræðingurinn Dr. Per-Erik Sundgren, greindi stöðu heildarstofns íslenska fjárhundsins og hélt fyrirlestur á ráðstefnu ISIC árið 2006. DÍF bauð Sundgren til Íslands árið eftir og hélt hann fyrirlestur sinn hér á landi og gaf leyfi fyrir því að greinar hans væru þýddar og birtar í blaði félagsins, Sámi. Sundgren lagði ávallt mikla áherslu á mikilvægi þess og nauðsyn að líta á stofn íslenska fjárhundsins, hvar sem er í heiminum, sem eina heild og nauðsyn þess að skiptast á ræktunardýrum á milli landa og má segja að þar speglist kjarninn í hinu alþjóðlega samstarfi. Pieter Oliehoek frá Hollandi hóf vinnu að gagnagrunni ISIC þegar hann vann að rannsókn á ættbókum íslenska fjárhundsins en Guðni Ágústsson hélt þeirri vinnu áfram og hefur haldið utan um gagnagrunn ISIC frá 1998. Guðni hefur lagt gríðarmikla vinnu í gagnagrunninn, útbúið forrit sem heldur utan um heildarstofninn, auðveldar aðgengi og einfaldar ýmsa vinnu eins og útreikninga á skyldleikastuðli. Gagnagrunninn verður hægt að finna á slóðinni http://www.islenskurhundur. com sem Guðni vinnur að en [