Sámur 3. tbl 42. árg 2015 | Page 10

Lundahundar eru með sérstaka þófa sem gera þá mjög stöðuga á sleipum, bröttum flötum. Ljósm. Bård Andersen. Tegundarkynning Norskur lundahundur Höfundur: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Lundahundur er lítill spitzhundur sem dregur nafn sitt af sjófuglinum lunda. Hann er um 32-38 cm hár á herðakamb og vegur um 6-7 kg. Karlhundarnir eru sjáanlega kröftugri en tíkurnar og búklengdin er aðeins meiri en hæðin. Feldurinn er millisíður með dökkum, þéttum og stífum yfirhárum og svo með dúnmjúku þeli. Einkenni Ýmis einkenni lundahundsins gera hann áhugaverðan og einstakan hvað varðar gena – og líffræði. Má þar nefna að á hverjum fæti hefur hann sex tær. Á framfótum eru fimm þríliða tær og ein tvíliða, en á afturfæti eru fjórar þríliða tær og tvær tvíliða. Þessar viðbótartær eru tengdar vöðvum og koma því vel að gagni. Þeir ganga á tánum og framfótahreyfingar eru opnar, í hringhreyfingum og frjálslegar. hundinn mjög stöðugan á sleipum, bröttum flötum. Ytra eyra hundsins getur hann brotið saman svo að innra eyrað er vel varið óhreinindum þegar hundurinn fer til dæmis inn í þröngar holur. Lundahundar eru mjög liðugir og geta þeir til dæmis teygt framfæturna út Þeir hafa þrenns konar bit og færri tennur í efri kjálka. Þófarnir eru öðruvísi en á öðrum hundum. Þeir eru með lengri snertiflöt sem teygist út að sporum og gera þeir 10 · Sámur 3. tbl. 42. árg. desember 2015 Á hverjum fæti hefur lundahundur sex tær. Á framfótum eru fimm þríliða tær og ein tvíliða, en á afturfæti eru fjórar þríliða tær og tvær tvíliða. Ljósm. Anneli Rosenberg. til beggja hliða (180°) og höfuðið geta þeir sveigt upp og aftur á bak en þessir eiginleikar nýtast þeim við að athafna sig í klettum og þröngum aðstæðum í holum. Saga Norskur lundahundur er forn hundategund og voru hundarnir notaðir til veiða á sjófuglum á stórum hluta Noregsstrandar. Enginn veit með vissu hve gömul tegundin er en til eru heimildir síðan 1432 um hunda sem veiddu lunda í Lofoten. Hann gegndi mikilvægu hlutverki til að afla lífsviðurværis fyrir fólk sem bjó við ströndina. Hver bær átti marga hunda og voru þeir mikið inni með