Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 49

Deildafréttir að virkja nýja meðlimi, meðal annars með kynningu á deildinni, snyrtinámskeiðum, virkum göngum og fleiru. Landsmót Schnauzerdeildar var haldið helgina 15.-16. júni.Veðrið lék við okkur og mæting mjög góð og allir skemmtu sér vel í bæði leikjum og söng. Börnin tóku þátt í gamnisýningu (ungir sýnendur) og þó nokkrir tóku þátt. Flestir tjölduðu og gistu á staðnum. Vonandi verður þetta bara byrjun á skemmtilegri hefð sem deildin mun halda áfram að standa fyrir. Við erum sérlega heppin með hversu áhugasamt og gott fólk er í okkar deild og viljum þakka meðlimum deildarinnar fyrir áhugann sem að þeir hafa sýnt okkar ástkæru deild. Höldum áfram að vinna vel saman og hafa það gaman. Fyrir hönd Schnauzerdeildar, Maria Björg Tamimi. Karl Otto Ojala schäfer-sérfræðingur frá Noregi var fluttur til landsins til að meta hundana okkar bæði á sýningunni sem og í vinnuprófum um sömu helgi. Karl Otto er með mikla reynslu af dómarastörfum í kringum tegundina og er með hæstu gráðu frá SV í Þýskalandi. Þegar dómari með svona mikla þekkingu á tegundinni kemur hingað á klakann þá er mikilvægt að ræktendur hlusti vel á það sem hann hefur að segja því hann getur lagt línurnar fyrir okkur og sagt okkur nákvæmlega hvað við þurfum að gera til að bæta stofninn okkar. Stjórn Schäferdeildarinnar átti gott samstarf við Karl Otto en hann situr í stjórn norska Schäferklúbbsins. Koma hans til landsins hefur opnað á frekara samstarf deildarinnar og norska Schäferklúbbsins í framtíðinni. C.I.B. ISCh RW-13 Welincha‘s Yasko (snögghærður) varð besti hundur sýningar á afmælissýningunni. Eigandi hans er Sirrý Halla Stefánsdóttir. Annar besti hundur sýningar varð Svarthamars Garpur (síðhærður). Eigandi hans er Davíð Ingvason. Frekari úrslit er hægt að sjá á vefsíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is. Reykjavík winner sýning HRFÍ fór fram síðustu helgina í maí og má með sanni segja að schäfer- tegundin hafi stolið senunni. RW-13 Kolgrímu Dee Hólm gerði sér lítið fyrir og varð besti hundur sýningar. Ræktandi Kolgrímu Dee er Sirrý Halla Stefánsdóttir. Það er ekki á hverjum degi sem schäferhundur verður besti hundur sýningar, hvað þá hundur sem er úr íslenskri ræktun. Hamingjuóskir til ræktanda og eigenda. Stjórn deildarinnar vill koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að skipulagningu og uppsetningu afmælissýningarinnar. Þegar á reyndi kom í ljós hversu sterk þessi deild er í raun og veru og er gott til þess að vita í verkefnum framtíðarinnar. Stjórnin vill einnig þakka þann velvilja sem þau fyrirtæki sýndu sem haft var samband við og styrktu okkur með ýmsum hætti við framkvæmd sýningarinnar. Fylgist með viðburðum deildarinnar á vefsíðu deildarinnar www.schaferdeildin.is. Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar, Guðmundur Rafn Ásgeirsson, formaður. C.I.B. ISCh Anyka Bootylicious Babe, stigahæsti öldungur deildar­ innar (og HRFÍ, enn sem komið er). Bræðurnir Bruce og Eros ásamt sýnendum sínum á hvolpasýningu HRFÍ. Ljósm. Kolbrún Jónsdóttir. Siberian huskydeild Sýningar Reykjavík Winner 2013 Dómari var Jörgen Hindse (Danmörk) Niðurstöður voru eftirfarandi: BOB: ISCh R W-13 Miðnætur Rum Tum Tugger – Th. 1 - BIS-4 BOS: R W-13 Miðnætur Glamorouz Grizabella BOB hvolpur 6-9 mán.: Frostrós BOS hvolpur 6-9 mán.: Eyberg Ice The Great King Arthur BOB hvolpur 4-6 mán.: Son of a Gun for Bigfootprint BOS hvolpur 4-6 mán.: Hairspray Queen of Winter Island Einnig átti deildin fulltrúa í öldungaflokki en það var tíkin, C.I.B ISCH Anyka Bootylicious Babe sem varð besti öldungur sýningar aðra sýninguna í röð. Göngur Deildin stóð fyrir göngu 28. júlí sem var vel sótt og stefnan er tekin á að halda göngur 1 sinni í mánuði. Nánari upplýsingar um staðsetningar og dagsetningar verður hægt að nálgast á Facebook-síðu deildarinnar. Got Það sem liðið er að þessu ári hafa fæðst 3 got, alls 15 hvolpar. F stjórnar, .h. Alexandra Björg Eyþórsdóttir. Tíbet spanieldeild Reykjavík Winner Show - 13 var haldin 25.-26. maí sl. Alls tóku 18 tíbet spaniel þátt, þar af 4 hvolpar sem allir fengu heiðursverðlaun. Dómari fyrir okkar tegund var Lena Stålhandske frá Svíþjóð. Þessi sýning gaf BOB og BOS hundunum titilinn R W-13 fyrir framan nafnið sitt. Svona winner-sýningar eru vel þekktar í nágrannalöndum okkar. Úrslit urðu eftirfarandi: BOB og R W-13 var valin Tíbráar Tinda Pink Lotus ,,Lotus“. Hún fékk sitt 5. meistarastig (of ung fyrir meistaratign). Eigandi og ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 2 var valin Tíbráar Tinda Tourmaline ,,Lotta“. Eigendur Auð­ ur Valgeirsdóttir og Kristín Elfa Guðnadóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BT 3 var valin Frostrósar Hrafna. Eigandi hennar er Kristín Anna Toft. Ræktendur Jo Ann Önnudóttir/ Brynjar Gunnarsson. BOS og R W-13 var valinn C.I.B. ISCh Tíbráar Tinda Prayer Wheel Spinner ,,Rúbín”. Eigandi hans er Kolbrún Jónsdóttir. Ræktandi Auður Valgeirsdóttir. BR 2 var valinn Perlu-Lindar Bjartur. Hann fékk sitt 1. meistarastig. Eigandi hans er Steinunn Þórisdóttir. Ræktandi Berglind Björk Jónsdóttir. BR 3 var valinn Tíbráar Tinda Tiger´s Eye ,,Tiger??