Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 4

Viðtal Tímarit Fríður Esther Pétursdóttir framkvæmdastjóri HRFÍ Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir schnauzer, 12 dvergschnauzer hunda, tvo griffona og fyrir stuttu kom fyrsti affenpincherinn til landsins en hann er í eigu Fríðar. Fríður segist vera hrifnust af tegundum úr tegundahópi 2 þó að margar tegundir heilli hana. Fríður Esther Pétursdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra HRFÍ í byrjun ársins en Valgerður Júlíusdóttir hafði gegnt starfinu um nokkurra ára skeið. Sámi lék forvitni á að vita meira um Fríði Esther og hvað starf framkvæmdastjóra HRFÍ felur í sér. Besti vinur mannsins Hundurinn er talinn vera besti vinur mannsins og er Fríður svo sannarlega sammála því. „Það sem heillar mig mest við að eiga hund er að eiga alltaf vin sem tekur glaður á móti mér og ég get treyst fyrir öllu.“ Hún segir að dvergshnauzer-tíkin hennar, sem er 9 ára, lesi hana eins og opna bók. „Hún er alltaf til staðar og veit hvers ég þarfnast frá henni hverju sinni, hvort sem það er að draga mig út að ganga eða hreinlega liggja uppi í sófa og kúra saman.“ Börn og hundar Fríði finnst afar mikilvægt að börn fái að alast upp með hundum, eða að minnsta kosti einhvers konar gæludýri. „Mér finnst að öll börn eigi að fá tækifæri til að upplifa það að alast upp með dýrum sem krefja þau um eitthvað, hvort sem það er ást, hreyfing eða eitthvað annað.“ Hún telur son sinn hafa verið gríðarlega heppinn að upplifa þá rússíbanareið sem ræktun hunda er. Að upplifa gleðistundirnar, sorgarstundirnar og fæðingu hvolpa að ógleymdu því að þurfa að kveðja, syrgja og jarða góða félaga. Hún segist trúa því að fyrir vikið sé hann sterkari einstaklingur sem og aðrir á heimilinu. Fríður Esther er 38 ára, þriggja barna móðir sem býr í Mosfellsbæ ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini, 12 ára syni sínum, þremur dvergschnauzer, einum griffon og einum affenpinscher. Einnig á Fríður tvítugar tvíburadætur. Fjölskyldan hefur búið í Mosfellsbæ í rúm 5 ár en Fríður segist þó vera Selfyssingur í húð og hár, enda fædd og uppalin þar. Alltaf haft áhuga á hundum og dýrum Fríður segist hafa haft áhuga á hundum og dýrum allt sitt líf og suðaði lengi í foreldrum sínum áður en hún eignaðist sinn fyrsta hund sem var blendingur. Óhætt er að segja að Fríður hafi verið 4 Sámur - 2. tbl. september 2013 ansi klók þegar hún eignaðist hundinn en hún lét vin sinn gefa sér hann í afmælisgjöf, foreldrunum til lítillar gleði. Fyrsta hreinræktaða hundinn eignaðist hún fyrir tilviljun í kringum árið 2000 en þá tók hún að sér, vegna breyttra heimilisaðstæðna, gelda risaschnauzer-tík með ættbók frá ameríska kennelklúbbnum sem hafði verið innflutt frá Bandaríkjunum. Fríður segir áhugann á schnauzer hafa aukist með komu tíkarinnar sem var dásamlegur persónuleiki. Árið 2001 flutti Fríður inn sinn fyrsta hund, risaschnauzertíkina ISCh RjCh Tara´s Dakota og fékk þá „sýningabakteríuna“ og þá var ekki aftur snúið! Fríður lét ekki þar við sitja og hefur flutt inn annan risa- Dæmigerður vinnudagur Við báðum Fríði að segja okkur hvað starf framkvæmdastjóra HRFÍ fæli í sér og lýsa dæmigerðum vinnudegi. „Framkvæmdastjóri HRFÍ sér um allan almennan rekstur félagsins, svo sem greiðslu reikninga, skipulagningu viðburða, samskipti við dómara og