Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 32

Tegundarkynning Shetland sheepdog Höfundur: Lilja Dóra Halldórsdóttir Shetland sheepdog eru sérlega fallegir og duglegir fjölskylduhundar af smávöxnu fjárhundakyni. Staðall hundakynsins leggur áherslu á fullkomið jafnvægi, fegurð og hreyfingar sem skila hámarks yfirferð með lágmarks áreynslu. Sheltie er almennt heilbrigður og langlífur, vinnuglaður og auð­ þjálfaður. Hann tengist eiganda og fjölskyldu sterkum böndum, er oft fá­ látur við ókunnuga og lætur vita þegar gesti ber að garði. Um aldamótin 1900 keyptu nokkrir yfirmenn í breska sjóhernum smávaxna, loðna hvolpa af hundaprangara í Lerwick á Hjaltlandseyjum og færðu fjölskyldum sínum í Englandi sem „Hjaltlandseyjahunda“. Vitað er að hundaprangarinn átti smáhunda af papillon og pomeranian gerð og nokkuð öruggt er talið að hann hafi ræktað þessa hunda og jafnvel king charles spaniel hunda saman við fjárhunda úr eyjunum til að ná fram smágerðari, loðnari og söluvænni hvolpum. Hundarnir vöktu athygli í Englandi og fjölgaði. Árið 1908 voru fyrstu Hjalt­ands­ l eyja-hundarnir sýndir á hundasýn- Shetland sheepdog-hundar á öllum aldri á tröpp­ unum hjá Guðrúnu Th. Guðmundsdóttur á Sel­ fossi. C.I.B. ISCh Moorwood Caribbean Night Hei­ ress (Dimma) og C.I.B. ISCh Request Northern Gun (Penni). Uppruni Saga og uppruni sheltie er óræðin. Kynið er kennt við Hjaltlandseyjar, hrjóstrugar og harðbýlar smáeyjar undan norðurströndum Skotlands en líklegt er talið að hundar hafi borist þangað í öndverðu með norrænum víkingum sem settust þar að um 920 e.Kr. Fornleifarannsóknir benda til þess að hundar frumbyggjanna hafi verið af spits-gerð, skyldir norska búhundinum og íslenska fjárhundinum. Árið 1760 voru kindur fluttar út í eyjarnar frá Skotlandi og með þeim líklega fjárhundar sem algengir voru á þeim tíma og af tegundargerð sem þróaðist síðan í rough- og border collie. Þessir fjárhundar blönduðust norrænu spitz-gerðinni og um 1820 herma heimildir að hundum eyjanna hafi svipað til þeirra fjárhunda sem almennt mátti finna hjá skoskum bændum þess tíma. 32 Sámur - 2. tbl. september 2013 ingu í Skotlandi. Þeim var lýst sem „blendingslegum, lítið hærri en 20 cm“. Breska hundaræktarfélagið viðurkenndi tegundina árið 1914, sem er í raun með ólíkindum þar sem tegunda­ gerðin var alls ekki fastmótuð og stofninn lítill, sundurleitur og blendingslegur. Myndir af sheltie frá þessum tíma sýna litla svarta og hvíta eða svarta og tan hunda sem gætu verið blendingar af cavalier og border collie í dag. Áhugamenn um kynið á þessum tíma skiptust í tvennt um hvert þeir vildu stefna í ræktun, annar hluti vildi leggja áherslu á skoska fjárhundsupprunann en hinn vildi gera kynið að „mini-collie“. Þeir síðarnefndu urðu ofan á og næstu 20 árin voru hundarnir skyldleikaræktaðir mjög þétt við smávaxna rough-collie hunda til að ná fram æskilegu útliti. Fyrsti breski sýningameistarinn var krýndur árið 1915, rakki að nafni Woodvold. Móðir hans var smávaxin rough-collie tík kölluð Greta. Útlit C.I.B. ISCh Moorwood Follow the Fashion (Viska) á fleygiferð í hundafimibraut. Sheltie er smávaxinn, sérlega fallegur síðhærður fjárhundur. Líkamsbygging