Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 31

sem öllum var frjálst að taka þátt. Hilda Björk Friðriksdóttir tók þátt þrjá daga sýningarinnar og fékk lánaða hunda frá hinum ýmsu ræktendum og sýnendum. Hún sýndi whippet, gordon setter og á lokadeginum sýndi hún stríhærðan langhund sem hún fékk að láni frá Íslandsvininum, Hugo Quevedo. Líkt og Erna stóð Hilda sig með mikilli prýði og er óhætt að segja að þátttakan í keppnunum hafi verið henni ómetanleg og dýrmæt reynsla. Á lokadegi sýningarinnar voru úrslit sýningarinnar þar sem besti hundur sýningar var valinn. Besti hundur sýningar var að þessu sinni fulltrúi tegundahóps 1, old english sheepdograkkinn, Bottom Shaker My Secret. Támas Jakkel, formaður ungverska hundaræktarfélagsins, fékk þann heiður að dæma úrslit um besta hund sýningar en þess má geta að Támas dæmdi á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan. Siberian husky rakkinn, C.I.B. BLRCh UACh DKCh ISCh Destiny’s Fox in Socks í eigu Ólafar Gyðu Risten var eini hundurinn skráður á Íslandi sem var sýndur á heimssýningunni. Hann náði þeim frábæra árangri að verða besti hundur tegundar á Budapest Grand Prix-sýningunni og varð í 2. sæti í meistara­ flokki á heimssýningunni. Ljósm. Ólöf Gyða Risten. Besti hundur sýningar var hinn stórglæsilegi old english sheepdog-rakki, Bottom Shaker My Secret. Ljósm. Yiannis Vlachos. Sámur - 2. tbl. september 2013 31