Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 30

Sýningar Heimssýningin 2013 Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Heimssýningin 2013 var haldin í Búdapest í Ungverjalandi 16.-19. maí. Fjöldi gesta víðsvegar að úr heiminum heimsótti sýninguna dag hvern en þar gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölmargir sölubásar voru á gríðarlega stóru sýningarsvæðinu sem auðvelt var að gleyma sér við að skoða. Ásamt ræktunardómum var keppt í hlýðni, hundafimi, fly-ball, hundadansi og fleiru. Erna Sigríður Ómarsdóttir í heimsmeistarakeppni ungra sýnenda þar sem hún sýndi shetland sheep­ dog-tíkina, Kit Kat. Ljósm. Yiannis Vlachos. Mikill fjöldi hunda var skráður til leiks frá öllum heimshornum, þar á meðal einn frá Íslandi, siberian husky rakkinn, C.I.B. BLRCh UACh DKCh ISCh Destiny's Fox in Socks í eigu Ólafar Gyðu Risten. Knox, eins og hann er kallaður, var sendur til Rússlands í febrúar. Hann var sýndur í Evrópu og vann sér inn úkraínskan og hvít-rússneskan meistaratitil en fyrir var hann danskur og íslenskur meistari. Ungverjar stóðu fyrir fleiri sýningum á meðan á heimssýningunni stóð og var Knox skráður á Budapest Grand Prix-sýninguna þar sem hann gerði sér lítið fyrir 30 Sámur - 2. tbl. september 2013 og var valinn besti hundur tegundar en 84 siberian husky voru skráðir. Knox fékk sitt fjórða alþjóðlega meistarastig Hilda Björk Friðriksdóttir tók þátt í keppni ungra sýnenda þrjá daga sýningarinnar og stóð sig vel. Ljósm. Anna María Gunnarsdóttir. á sýningunni og kláraði þar með alþjóðlega meistaratitilinn. Á heimssýningunni var 201 siberian husky hundur skráður og náði Knox þeim frábæra árangri að verða í 2. sæti í meistaraflokki. Knox er nú staddur í Bandaríkjunum hjá ræktanda sínum en kemur aftur til Íslands von bráðar. Erna Sigríður Ómarsdóttir, annar stigahæsti ungi sýnandi ársins 2012, var fulltrúi Íslands í lokakeppni ungra sýnenda sem fór fram á lokadegi sýningarinnar. Dómari keppninnar var Cate Elizabeth Cartledge frá Englandi sem margir Íslendingar kannast við en hún hefur dæmt hér á landi oftar en einu sinni. 32 lönd sendu fulltrúa í keppnina. Almenn keppni ungra sýnenda fór fram alla fjóra daga sýningarinnar þar sem dómarar völdu fjóra áfram í lokakeppnina hvern dag þannig að heildarfjöldi keppenda var 48. Erna sýndi shetland sheepdog-tíkina, Kit Kat sem er frá hinni þekktu Grandgables-ræktun í Kanada. Fyrr um daginn fór fram forkeppni þar sem dómarinn dæmdi alla keppendur. Keppendur komu svo hver af öðrum inn í glæsilegan úrslitahringinn þar sem dómarinn valdi úr nokkra sýnendur sem komust í úrslit. Það má með sanni segja að Erna stóð sig frábærlega og sýndi tíkina af mikilli kostgæfni. Hún komst ekki í verðlaunasæti en var Íslandi og HRFÍ til sóma. Naomi van Mourik frá Hollandi bar sigur úr býtum en hún sýndi hund af tegundinni american akita. Þess má geta að Naomi sigraði einnig í alþjóðlegri keppni ungra sýnenda ?? ??????????????????????M?????????????????????????????????????????????5??????????????????????????????????????????????????????????((0