Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 28

Vinnuhundar Frá Vinnuhundadeild HRFÍ Höfundur: Vinnuhundadeild HRFÍ Eitt af því fyrsta sem margir hugsa þegar þeir taka þá ákvörðun að fá sér hvolp eða hund er að þeir stefna að því að kenna hundinum æfing­ ar og með tímanum eignast hlýðinn og góðan hund sem er þægilegur í umgengni. Ýmsar leiðir er hægt að fara til þess að ná fram árangri með hundinn, til dæmis námskeið, að æfa sjálfur, æfingahópar og fleira. Vinnupróf eru próf sem mæla getu hunda til að vinna verkefni sem fyrir þá eru lögð og hvernig þeir leysa þau í samvinnu við stjórnandann.Vinnupróf eru til dæmis próf í hlýðni. Í hlýðnipróf má fara með hunda frá 9 mánaða aldri. Hlýðniprófum er skipt upp í þrep þar sem kröfurnar aukast eftir því sem fleiri þrepum er náð og verður hundurinn að klára hvert þrep með ákveðinn fjölda stiga til að komast upp á næsta þrep. Vinnuhundadeild HRFÍ stendur fyrir vinnuprófum fyrir allar tegundir hunda, hreinræktaða og blendinga (ræktunardeildir geta einnig staðið fyrir prófum í samvinnu við Vinnuhundadeild). Prófin eru opin öllum, hafi viðkomandi ekki verið sviptur þátttökurétti af HRFÍ eða erlendum hundaræktarfélögum viðurkenndum af FCI. Þrepin í hlýðniprófum eru brons (áætlað er að það breytist í æfingapróf 1. janúar 2014), hlýðni I, hlýðni II, hlýðni III og hlýðni elite. Í þessari grein munum við útlista æfingarnar sem gerð er krafa um að hundur og stjórnandi hafi vald á í hlýðni I. Mikið er lagt upp úr fáum skipunum og látlausri líkamstjáningu. Mikilvægt er að stjórnandi hunds athugi það að aðeins má gefa eina skipun á hverja stöðubreytingu hunds í æfingu, annað hvort orð eða líkamstjáningu. 28 Sámur - 2. tbl. september 2013 Ef fleiri skipanir eru gefnar hefur það áhrif á stigagjöf. Í gegnum prófið fær stjórnandi hundsins öll fyrirmæli um framkvæmd æfinga frá prófstjóra. skipun fyrir hæl frá kyrrstöðu og í hraðabreytingum. Hundurinn skal ganga viljugur í slökum taumi við vinstri hlið stjórnandans. Æfingin felur í sér eðlilega göngu með beygjum og stoppum, hæga og hraða göngu án beygja. Í hvert skipti sem stjórnandi stoppar skal hundurinn fara í upphafsstöðu. Æfing 4 – að liggja úr kyrrstöðu Æfing 4 er að liggja úr kyrrstöðu. Stjórnandi gengur með hundinn á hæl í um það bil 10 metra, þar er hundinum skipað að leggjast, stjórnandi gengur þá um 10 metra frá hundinum, snýr við og gengur til baka. Hundurinn skal liggja þar til honum er skipað í upphafsstöðu. Æfing 1 – að skoða tennur Æfing 1 er að skoða tennur. Hundur skal vera í upphafsstöðu sem er sitjandi/standandi við vinstri hlið stjórnanda, dómari spyr hvort stjórnandi sé tilbúinn og ef svo er gengur hann að og skoðar bit hundsins. Hundur þarf að vera kyrr í upphafsstöðu. Allar æfingar hefjast og lýkur með hund í upphafsstöðu. Þátttaka í æfingunni er krafa til að geta haldið áfram í prófinu. Æfing 5 – innkall úr sitjandi stöðu Æfing 5 er innkall úr sitjandi stöðu. Hundurinn er látinn bíða á meðan stjórnandinn gengur um 15 metra frá hundinum þar sem hann snýr sér við og kallar hundinn inn í upphafsstöðu. Æfing 2 – að liggja saman í hóp Æfing 2 er sú að hundar í prófinu liggja saman í hóp í 2 mínútur. Stjórnendur hundanna stilla sér upp með þá í beinni línu. Hundunum er gefin skipun um að leggjast og stjórnendur ganga 20 metra frá og þá hefst tímatakan. Þegar tíminn er liðinn ganga stjórnendur um það bil tvö skref aftur fyrir hundinn en það er gert í öllum æfingum þar sem stjórnandi gengur að hundi í lok æfingar. Æfing 6 – að standa á göngu Æfing 6 er að standa á göngu. Stjórnandi gengur með hundinn á hæl í um 10 metra, þar er hundinum skipað að standa kyrr, stjórnandi gengur þá um það bil 10 metra frá hundinum, snýr við og gengur til baka. Æfingin endar með 3 metra langri lausri hælgöngu. Æfing 3 – hælganga í taumi Æfing 3 er hælganga í taumi. Þar er gengin göngubraut undir stjórn prófstjóra. Leyfilegt er að nota orð eða Æfing 7 – hopp yfir hindrun Æfing 7 er að hoppa yfir hindrun. Æfingin hefst 3-5 metra frá hindruninni, stjórnandi hundsin s gengur frá honum og fer jafn langt frá hinu megin við