Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 26

HRFÍ Nýr sýningadómari Ásta María Guðbergsdóttir úrskrifaðist á dögunum úr dómaranámi HRFÍ en hún er fyrsti dómarinn sem lýkur náminu sem er að fyrirmynd dómaranáms danska hundaræktarfélagsins. Dómaranefnd danska hundaræktarfélagsins mælti með því við dómaranefnd HRFÍ að Ásta María yrði útskrifuð sem sýningadómari. Var þetta tilkynnt á Reykjavík Winner-sýningu félagsins í maí síðastliðnum þar sem formaður danska hundaræktarfélagsins, Jörgen Hindse, afhenti Ástu Maríu blómvönd við þetta skemmtilega tilefni. Ásta María hefur réttindi til að dæma eftirfarandi tegundir: Papillon, phaléne, shih tzu, chihuahua, chinese crested og tíbet spaniel. Nýr íslenskur sýningadómari, Ásta María Guðbergsdóttir, ásamt Jónu Th. Viðarsdóttur, formanni HRFÍ og Jörgen Hindse, formanni DKK. Ljósm. Ágúst Ágústsson. Þess má geta að frumraun Ástu Maríu í dómarastarfinu verður á deild- arsýningu Papillon- og phalénedeildar HRFÍ 19. október næstkomandi. hvílík hundaheppni Loksins er komið á markaðinn sjúkrafóður á viðráðanlegu verði. Er hundurinn þinn með ofnæmi, viðkvæman feld, gigt eða mjaðmalos? ARION sjúkrafóðrið er þróað í samstarfi við dýralækna með það fyrir augum að skapa okkar bestu vinum betri heilsu og lífshamingju. Gott verð náttúruleg hráefni Góð næring ÍSLENSKA SÍA.IS LIF 63955 / 08.13 Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | Sími 540 1125 Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | Sími 540 1150