Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 17

hvolpur dagsins. Schnauzer pipar/salt var að hans mati af ágætum gæðum og einnig nefndi hann svartan schnauzer „Svarti schnauzer-rakkinn var mjög fallegur, með góða skapgerð, ekki of stór en þó í stærra lagi.“ Bo bætti við að allir hundarnir sem hann dæmdi voru með góða skapgerð. Margir dvergschnauzer of stórir Dvergschnauzer svartur/silfur er tegund sem Bo ræktar. „Margir þeirra voru allt of stórir, í kringum 38 cm. Ræktunarmarkmiðið segir að hann megi vera 35 cm og þar stendur einnig að allir sem mælast yfir 37 cm ættu að fá gæðadóminn 0!“ Svartur dverg­­ schnauzer var af mjög miklum gæðum en þó nokkrir of stórir. Hann sagðist hafa dæmt marga fallega sem voru því miður of stórir. Margir þeirra svörtu hreyfðu sig mjög vel, voru í réttum hlutföllum og með góða feldgerð. Hann sagði að eigendur pipar/salt dvergschnauzer-hundanna ættu að vinna í feldinum og gæta þess að snyrta höfuðin rétt. „Eyrun voru vandamál hjá þeim hvítu og suma þeirra vantaði fylltari líkama. Ég var mjög ánægður með besta hund tegundar og ræktunarhópinn líka. Ræktunarhópurinn var af góðum gæðum, hundarnir með góðan brjóstkassa, feld og hreyfingar en þess má geta að þeir hvítu eru frekar erfiðir í ræktun.“ schnauzer sigraði sem var svo valinn 2. besti hundur sýningar. „Þetta er dæmigerður karlhundur, með fallegt höfuð, stuttan búk, af réttri stærð og með frábæran feld. Hreyfingarnar voru einmitt eins og hreyfingar schnauzer eiga að vera.“ Í 2. sæti varð st. bernhardshundur sem hann var mjög ánægður með. Í 3. sæti var dvergschnauzer svartur/silfur og í 4. sæti var leonberger. „Virkilega fallegur leonberger-rakki sem mætti þó éta meira! Hann var með góðan háls, rétt byggður, með fallegt höfuð og mjög góðar hreyfingar.“ Sigurvegarinn ekki ýktur Bo dæmdi úrslitin um besta hund sýningar og sagðist gjarnan hafa viljað setja fimm hunda í verðlaunasæti en þá hefði weimaraner hlotið 5. sætið. „Sigurvegarinn var gullfalleg schäfer-tík sem var alls ekki ýkt á neinn hátt. Virkilega góð að aftan með sterka hækla, fallegar hreyfingar og frábært skap.“ Í 2. sæti varð, eins og áður sagði, svartur dverg­schnauzer og í því þriðja fyrrnefndur dachshund-rakki. „Ég var mjög hrifinn af siberian husky sem varð í 4. sæti og það er greinilegt að tegundin er mjög sterk hér á landi. Í ræktunarhópnum voru allir hundarnir mjög fallegir, með góðar hreyfingar og sterka yfirlínu.“ Að lokum sagði Bo að Íslendingar ættu að halda áfram á sömu braut. „Vandið ykkur við innflutning. Ekki flýta ykkur og sætta ykkur við hvað sem er, það borgar sig að bíða eftir rétta hundinum.“ Annar besti hundur sýningar var fulltrúi tegunda­ hóps 2, dvergschnauzer-rakkinn, Kolskeggs Klaka Skrápur í eigu Louisu Aradóttur. Ræktandi er Líney Björk Ívarsdóttir. Með á myndinni eru Jóna Th. Viðarsdóttir, dómarinn, Bo Skalin og sýnandinn, Jóhanna Líf Halldórsdóttir. Tegundahópur 9 sterkur Bo var mjög hrifinn af mörgum hundum í tegundahóp 9 og var undrandi að sjá svo marga fallega hunda þar. „Í tegundahópi 9 voru 6 eða 7 hundar sem mér fannst virkilega fallegir. Þið eruð greinilega að vanda ykkur í innflutningi og ræktun. Það er svo mikilvægt að byrja ræktunina með mjög góðum hundum og það hafið þið gert í mörgum tegundum.“ Fulltrúi tegundahóps 4/6, snögghærði lang­ hundurinn (rabbit), Sundsdal´s Wee Kind Of M ­ agic í eigu Arinbjarnar Friðrikssonar og M ­ argrétar G. Andrésdóttur. Ræktendur hans eru Gitte, Juul og Kent Sundsdal. Með á myndinni eru Jóna Th. Viðarsdóttir, dómarinn, Bo Skalin og sýnandinn, Þorbjörg Ásta Leifsdóttir. Fagmennska sýnenda Þetta var fyrsta heimsókn Paul Jentgen frá Lúxembourg til landsins og var hann mjög ánægður með dvölina, sagðist hafa séð góða hunda en einnig aðra sem ekki voru eins góðir. Sýningin var vel skipulögð, viðmót landans vingjarnlegt og sýnendur almennt fagmannlegri en í öðrum löndum. Hann sagði sýnendur mjög Dæmigerður karlhundur Það kom í hlut Bo að dæma úrslit í tegundahópi 2 þar sem svartur dverg­ 4. besti hundur sýningar kom úr tegundahópi 5, siberian husky-rakkinn, Miðnætur Rum Tum T ­ ugger í eigu Ágústs Más Viggóssonar. Ræktandi er Stefán Arnarson. Með á myndinni eru Jóna Th. Viðarsdóttir, dómararnir Bo Skalin og Jörgen Hindse ásamt sýnandanum, Viktoríu Lýðsdóttur. Sámur - 1. tbl. maí 2013 17