Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 16

Reykjavík Winner 2013 Höfundar: Auður Sif Sigurgeirsdóttir og Þorsteinn Thorsteinson Ljósmyndir: Ágúst Ágústsson 25.–26. maí sem hann sagði nokkuð góða. Besti hundur tegundar í chinese crested var að sögn Bo mjög fallegur. Hann var sömuleiðis hrifinn af besta hundi tegundar í maltese, coton de tuléar og tíbet terrier. „Tíbet terrier-tíkin var mjög falleg, í réttum hlutföllum og með fallegar hreyfingar.“ Einnig sagði hann basset feauve de bretagne hundinn hafa fallegar hreyfingar. Reykjavík Winner-sýningin fór fram helgina 25.-26. maí en þetta er í fyrsta sinn sem slík „winner-sýning“ er haldin á Íslandi. Allir hundar sem urðu BOB eða BOS á sýningunni fengu titilinn RW-13 (Reykja­ vík Winner 2013). Alls voru 718 hundar af 80 tegundum skráðir til leiks auk 25 ungra sýnenda. Dómarar að þessu sinni voru Jörgen Hindse frá Danmörku, Bo Skalin og Lena Stålhandske frá Svíþjóð, Paul Jentgen frá Lúxemborg og Per Kr. Andersen frá Noregi. Lena Stålhandske dæmdi unga sýnendur. Gæði schnauzer allt önnur! Bo Skalin frá Svíþjóð var ánægður með mikil gæði margra tegundanna sem hann dæmdi. Bo dæmdi hér fyrir um 10 árum síðan og sagðist sérstaklega ánægður með gæði schnauzer-hundanna. „Þegar ég dæmdi hér síðast voru gæðin aðeins í meðallagi en núna eru schnauzer-hundarnir af mjög miklum gæðum hér á landi. Þetta er mín eigin tegund og hafði ég sérstaklega gaman af að dæma þá.“ Bo dæmdi franskan bulldog og var nokkuð hrifinn. Hann sagði tegundina mjög vinsæla í Evrópu og að margir hundar væru ekki nógu góðir vegna mikillar og óvandaðrar ræktunar. Hann sagði að hér væru þeir almennt í réttum hlutföllum og með góð höfuð. Hann dæmdi einnig enskan bulldog Staða chihuahua nokkuð góð Almenn gæði chihuahua voru að mati Bo nokkuð góð en þó ekki í heims­ klassa en hann sagði tegundina erfiða í ræktun. „Þegar ég dæmi chihuahua í Skandinavíu fá margir hundanna „good“ og „very good“ og örfáir fá „excellent“. Hér á Íslandi voru mun fleiri sem voru af góðum gæðum og fengu þar af leiðandi „excellent“.“ Fallegir langhundar Dachshund hvolps-tíkin var að mati Bo virkilega falleg en hún endaði sem besti hvolpur dagsins. Hann sagðist líka vera hrifinn af besta hundi tegundar sem hann valdi sem þriðja besta hund sýningar. „Hann var virkilega vel byggður að framan og aftan, með réttan brjóstkassa, fallegt höfuð og góðar hreyfingar. Ég var virkilega hrifinn af bæði honum og un