Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 13

hvolpinn á borðið og leyfa honum að þefa af því og skoða það. Það er fyrir öllu að gera þetta rólega þannig að hvolpurinn verði ekki smeikur við borðið. Gætið þess að hann verði ekki fyrir neikvæðri upplifun á borðinu og haldið ávallt við hann þannig að engin hætta sé á því að hann detti niður. Það er svo sannarlega ekki verra að verðlauna hvolpinn á borðinu með góðum verðlaunabita. Þá tengir hann borðið við eitthvað jákvætt og þar af leiðandi verður borðið ekki „hættulegt“ í hans augum. Þegar hvolpurinn er orðinn öruggur á borðinu er hægt að bursta hann rólega og hann má liggja, standa eða sitja, það skiptir engu máli hvað hann velur á meðan hann er vaninn við burstunina. Mikilvægt er að upplifun hvolpsins sé jákvæð í baðinu. Ljósm. Auður Valgeirsdóttir. lifun hans sé jákvæð og ef vel tekst til ætti baðið ekki að vera hættulegt í augum hans. Gagnlegar skipanir Á snyrtiborðinu og í baðinu er gott að nota skipanir til að fá hundinn í þá stöðu sem er ákjósanlegust hverju sinni. Eftir því sem hvolpurinn verður öruggari er hægt að bæta inn skipunum eins og kyrr, leggstu, sestu, snúa og fleirum sem gera snyrtinguna auðveldari. Blástur Sumir hvolpar eru hræddir við blástur til að byrja með en smám saman verður upplifunin góð ef rétt er staðið að þjálfuninni.Til að byrja með er hvolpurinn vaninn á hljóðið úr blásaranum. Gott er að halda á honum, blása hann rólega með minnsta krafti, strjúka honum blíðlega á meðan og hrósa honum með rólegri rödd. Nauðsynlegt er að blása aðeins búkinn til að byrja með, ekki andlitið. Flestum hvolpum finnst blástur í andlitið óþægilegur. Smám saman venst hvolpurinn blásaranum og verður öruggari og þá er hægt að byrja að tengja burstun og blástur saman. Regluleg þjálfun mikilvæg Mikilvægt er að gera þetta reglulega þannig að hvolpurinn sé orðinn vanur þegar hann fer til nýrra eigenda. Nýir eigendur taka svo við þjálfuninni og þá skiptir öllu máli að þeir viti hvernig þeir eigi að bera sig að og hvað þeir þurfa að eiga, til dæmis hárblásara, snyrtiborð, bursta og greiðu. Það er að mínu mati í höndum ræktandans að fræða nýja eigendur um þá feldhirðu sem hvolpurinn mun þarfnast en svo er það ábyrgð eigandans að hugsa um feldinn hvort sem hann velur að gera það sjálfur eða nýta sér þjónustu hundasnyrta. Sumar hundasnyrtistofur standa fyrir snyrtikennslu fyrir ákveðnar hundategundir og geta ræktendur pantað slíka kennslu fyrir nýja eigendur ef áhugi er fyrir hendi. Þá er farið í gegnum alla feldhirðu, frá a-ö og gefst eigendum kostur á að fá ráðleggingar um hvaða snyrtivörur henta þeirra hundi best. Gagnlegt er fyrir eigendur feld­ hunda að ákveða einn dag í viku sem er notaður í snyrtingu hundsins, hversu mikil eða lítil sem hún er. Ef eigendur halda sig við þessa áætlun og bera sig rétt að við snyrtingu hundsins þá ætti feldhirðan að vera lítið mál. Ef eitthvað fer úrskeiðis, ekki hika við að leita til ræktandans eða hundasnyrtis eftir hjálp og góðum ráðum. Munið að það þýðir lítið að byrja að hugsa um feldinn rétt fyrir sýningu og ætlast til þess að árangurinn verði góður. Regluleg feldhirða er það sem skiptir öllu máli til þess að ná þeim árangri sem sóst er eftir. Ekki má heldur gleyma gleðinni sem fylgir því að sjá árangurinn sem skilar sér með góðu skipulagi, þjálfun og réttum áhöldum. Bað Þegar búið er að venja hvolpinn við blástur, burstun og snyrtiborð er kominn tími til að venja hann á baðið. Hvolpurinn ætti að fá að skoða baðið og kanna það áður en skrúfað er frá vatninu. Gætið þess að nota aðeins lítinn kraft til að byrja með og hafið hitastig vatnsins notalega volgt. Ekki er nauðsynlegt að nota sjampó í feldinn til að byrja með en gott er að nudda hvolpinn á meðan hann er baðaður. Ef hann er órólegur er mikilvægt að róa hann með rólegri, lágstemmdri rödd. Það sem skiptir öllu máli er að uppSámur - 2. tbl. september 2013 13