Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 12

Umhirða Feldhirða hvolpa Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Mörgum finnst hundar með mikinn, síðan og vel hirtan feld heillandi en ekki eru allir sem gera sér grein fyrir vinnunni sem liggur að baki slíkum feldi. Ef ætlunin er að eignast feldhund, sem mun eyða ævinni í „fullum feldi“, er mikilvægt að kynna sér hvernig feldhirðu hans skal háttað og nauðsynlegt er að byrja snemma að venja hundinn við svo feldhirðan verði góð og jákvæð stund sem eigandinn og hund­ urinn eiga saman. Þetta gildir einnig um hunda sem þarfnast lítillar feldhirðu. Að venja hundinn við burstun og almenna handfjötlun er gríðarlega mikilvægt hvort sem hundurinn er með síðan eða stuttan feld. Sumar hundategundir þarf að reita reglulega, aðrar þarf að raka og klippa, reita þarf úr eyrum sumra og svo mætti lengi telja. Ég hef átt afghan hound síðan árið 2005. Afghan hound er þekktur fyrir fallegan, síðan og silkikenndan feld sem þarfnast mikillar umhirðu. Í hverri einustu viku síðan í maí 2005 hef ég baðað og blásið eldri tíkina mína, Chelsea, sem er núna orðin 8 ára. Reyndar lét ég það eftir mér (og henni) fyrir nokkru síðan að klippa hana niður þar sem hún fer ekki lengur á sýningar. Árið 2008 fæddist fyrsta og eina gotið mitt hingað til og hélt ég eftir tíkinni, Dívu, sem er enn í fullum feld. Chelsea og Díva voru vandar við það nokkurra vikna að vera meðhöndlaðar og snyrtar og þar af leiðandi er tíminn sem við eyðum saman í baðinu og á snyrtiborðinu gæðastund sem við eigum hver með annarri. Þegar hvolparnir voru um 4 vikna byrjaði ég að venja þá við burstun og blástur jafnvel þó að feldurinn væri enn stuttur og þarfnaðist í raun engrar feldhirðu. Smám saman byrjaði ég að venja þá við baðið og snyrtiborðið. Þessu hélt ég svo áfram þar til hvolparnir fóru til eigenda sinna. Tilgangurinn með þessari grein er að gefa ræktendum og nýjum eigendum feldhunda góð ráð til að venja 12 Sámur - 2. tbl. september 2013 hundarnir flæktir inn að skinni og voru komnir með sár og ígerð vegna flóka. Stundum var ýmislegt sem fannst í feldinum, til dæmis gömul karamella, sleikjóspýta, vír og einu sinni, ótrúlegt en satt, blýantur! Sumir eigendanna voru miður sín yfir þessu og héldu að þeir hefðu sinnt þessu nokkuð vel. En það er ekki nóg að bursta eða greiða feldinn og margir átta sig ekki á flækjunum sem leynast upp við húð hundsins og greiða „yfir þær“. Ef ætlunin er að sýna hundinn í framtíðinni þarf hann að vera í fullum feld. Sumir klippa hundinn strax niður í þægilega, stutta klippingu og þurfa lítið að hafa fyrir feldhirðunni. Aðrir geta ekki hugsað sér að klippa fallega feldinn af og þurfa þar af leiðandi að eyða tíma í að halda honum hreinum og flækjulausum. Hvað sem eigandinn ákveður er gott að hvolpurinn hafi verið vaninn á burstun, blástur og bað hjá ræktandanum. Burstun Ræktendur feldhunda ættu að venja hvolpana við burstun og almenna handfjötlun til að byrja með. Almenn handfjötlun felst í því að geta snert hvolpinn, til dæmis með því að nudda þófa og tær, á meðan hann er rólegur. Þegar hann er burstaður er nauðsynlegt að nota mjúkan bursta svo hann tengi burstunina við eitthvað sem honum finnst notalegt. Fyrst er hvolpurinn burstaður á gólfinu eða í fanginu og smám saman, þegar hann eldist, er gott að