Sámur 2.tbl - árg.35 September 2013 | Page 10

Hlýðni Frábær árangur íslenskra fjárhunda í hlýðni Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Elma Cates hefur verið „í hundunum“ í 25 ár og er eigandi fimm íslenskra fjárhunda, einnar blendingstíkar og fimm katta. Hún hefur náð frábær­ um árangri í hlýðni með íslensku fjárhundana sína en þeir hafa unnið til fjölda verðlauna og tveir eru orðnir hlýðnimeistarar (OB1). Elma hefur alltaf hlýðniþjálfað hundana sína og tók sín fyrstu skref í sportinu í hunda­ skólanum á Bala sem var í eigu Þórhildar Bjartmarz og Emilíu Sigursteins­ dóttur. Elma er gift Þórði Kristjánssyni og saman eiga þau 7 börn og 12 barnabörn en þess má geta að fjallað er um barnabarn þeirra, Elsu Lind og hundinn Skrúð í blaðinu. Sámi barst til eyrna þessi frábæri árangur Elmu og hundanna og langaði að vita meira. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera með hundunum þínum? Skemmtilegast er að vera með hundunum og barnabörnunum í leikjum í sumarbústaðnum. Nýlega fór ég svo með tvö barnabörn á hundafiminámskeið hjá Þórhildi í Hundalíf. Það toppaði allt! Hvernig vinnur þú með hundunum þínum? Ég byrja strax þegar hvolpurinn er 8 vikna að æfa augnsamband. Það auðveldar alla vinnu. Ég var svo lánsöm að eignast 1½ árs gamla tík fyrir nokkrum árum sem kunni lítið að haga sér en um leið og hún kunni augnsam- Elma Cates hjólar mikið með hundana sína. Hér er hún ásamt íslensku fjárhundunum sínum. band þá fóru hlutirnir að gerast mjög hratt. Hún var hæst á Brons-prófi eftir nokkurra mánaða þjálfun. Bestur árangur í hlýðniæfingum næst með því að vinna með öðrum hundaeigendum á mismunandi stöðum. Þá lærir hundurinn að vera einbeittur og lætur umhverfið ekki trufla sig. Ég fer til dæmis reglulega í miðbæinn og æfi hælgöngu. Vegna þess hve marga hunda ég er með og hve langan tíma það tekur að æfa þá alla einslega nota ég mikið „liggja og bíða“ æfinguna. Þá fer ég með alla hundana út fyrir bæinn og æfi einn í einu í hlýðni eða hindrunarstökki og á meðan læt ég hina liggja saman og fylgjast með. Þannig æfi ég alla í einu. Síðan skiptast þeir á að vinna. Á matartímum þá liggja þau öll hlið við hlið og einn kemur fram til að borða. Þannig get ég auðveldlega stjórnað hvaða mat og hversu mikinn hver og einn fær. Ef ég tek þá alla út úr bílnum í einu án taums er hætta á að spenna myndist. Þá er gott að nota „bíða“ æfinguna þannig að ég kalla einn út í einu, helst í taum og sleppi síðan taumnum þegar hundurinn er orðinn rólegur. Hundarnir mínir þekkja muninn á að vera í hálsól eða í beisli. Í hálsól ganga þeir á hæl með lausan taum en þegar þeir eru í beisli er ég með langan taum þannig að þeir geta farið lengra frá mér, þefað og notið náttúrunnar. Ég hjóla mikið með hundana bæði á reiðhjóli og á hundahlaupahjóli. Á veturna draga þeir snjósleða, það byggir upp styrk og úthald sem borgarhunda vantar svo oft. Er íslenski fjárhundurinn góður vinnuhundur að þínu mati? Hvers vegna? Íslenski fjárhundurinn er mjög góður vinnuhundur, hann er mjög samvinnuþýður og vill allt fyrir eiganda sinn gera. 10 Sámur - 2. tbl. september 2013