Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 8

heiman. Hundurinn reynir að koma í veg fyrir að eigandinn fari eða reynir með öllum ráðum að fá að koma með. Red Chestnut er venjulega blandað við aðra blómadropa sem virka vel á hræðslu og kvíða, til dæmis Aspen og Mimulus. Alltaf ætti að skoða ástæðuna fyrir hegðun hundsins. Hundar eru næmir á líðan eigandans og andrúmsloftið á heimilinu og því gæti hegðun og áhyggjur hans átt upptök sín þar. Í slíkum tilvikum ætti að hafa í huga að eigendurnir tækju einnig þessa dropa. Rock Rose Blómadropar fyrir hunda (R-S) Höfundur: Inga Björk Gunnarsdóttir Í þessu tölublaði Sáms er áfram fjallað um notkun blómadropa fyrir hunda. Dropana má nota við margs konar kvillum en langalgengast er að þeir séu gefnir við andlegu ójafnvægi en stundum þó líka við líkamlegum einkennum. Ef einhver óvissa er um ástand hundsins er vitaskuld skylda hvers hundeiganda að hafa samband við dýralækni. Í 2. tbl. Sáms 2012 var fjallað mjög stuttlega um tilurð blómadropanna, framleiðsluhátt, blöndun og hvernig á að gefa þá og er vísað í það blað til viðbótar þessari grein. Ef fólk vill kynna sér efnið enn ítarlegar eru til fjölmargar bækur um þetta efni sem og fræðsluefni á netinu. Red Chestnut Þessir dropar eru fyrir hunda sem eru hræddir eða kvíðafullir vegna annarra og verja heimili sitt eða eiganda á ofsafenginn hátt. Droparnir koma á öryggistilfinningu og auka traust til annarra. Einnig er gott að gefa þá til að róa fólk eða hunda við neyðaraðstæður. »» Fyrir hunda sem eru yfir sig áhyggjufullir vegna eigin afkvæma eða barna húsbóndans. »» Fyrir tíkur sem sinna hvolpum sínum á öfgafullan hátt, til dæmis sleikja þá of mikið, verja hvolpana fyrir fólki og venja þá ekki af spena. »» Fyrir tíkur sem er verið að venja hvolpa undan og afhenda á ný heimili. Einnig gott að gefa tíkinni ef þarf að taka hvolp frá henni tímabundið, til dæmis vegna heimsóknar til dýralæknis. »» Fyrir hunda sem sýna ótta þegar eigandinn fer að 8 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 Þessir blómadropar eru fyrir ofsafengna hræðslu. Droparnir eru gagnlegir fyrir hunda sem eru skelfingu lostnir því þeir stuðla að kjarki og yfirvegun. »» Þegar hundurinn sýnir merki ofsafenginn ótta, er kaldur viðkomu og skelfur. »» Gagnlegir við aðstæður þegar ótti hundsins veldur ógn við hann sjálfan og nærstadda. »» Fyrir hunda sem þora ekki að fara út fyrir hússins dyr. »» Fyrir hunda sem verða ofsahræddir við þrumur, eldingar og flugelda. »» Fyrir hunda sem hefur verið farið illa með. Ef skelfing hundsins veldur því að ekki er hægt að handsama hann eða handfjatla þá er hægt að blanda dropana út í vatn og spreyja á hann. Einkenni skelfingarinnar eru mun meiri og sterkari en hræðslueinkennin sem eiga við notkun Mimulus-dropana. Þessa dropa er líka gott að nota ef hundurinn er mjög hræddur við heimsókn til dýralæknisins og hræddur við að ferðast á einhvern vissan hátt, til dæmis í flugvél. Rock Water Rock Water virkar gegn ósveigjanleika og undirokun. Droparnir koma á sveigjanleika, aðlögunarhæfni og þýðleika. »» Fyrir allar tegundir ósveigjanleika; líkamlegan, andlegan og hegðunarlegan. »» Góðir fyrir hunda sem eru stirðir, erfiðir í þjálfun, eiga erfitt með að læra og sýna óviðráðanlega hegðun, til dæmis yfirráðasemi. »» Fyrir hunda sem eiga erfitt með að aðlaga sig að breyttri rútínu og sýna streitueinkenni vegna þess. »» Fyrir hunda sem eru þrjóskir. »» Fyrir hunda með liðagigt. Rock Water er gagnlegt fyrir þá hunda sem krefjast göngutúrs á sama tíma hvers dags, burtséð frá veðri eða aðstæðum eigandans. Þeir eru erfiðir í þjálfun og það tekur langan tíma að kenna þeim nýja hegðun. Þeir reyna að forðast að taumur sé settur á þá. Þeir vilja bara eina tegund af mat, úr einni tegund matardalla - sem sagt fyrir hunda sem sýna einstrengishátt. Rock Water má blanda við Rock Rose ef hundurinn sýnir