Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 6

Hrímnis Litli Vargur. Ljósm. Sveinn Magnússon. Skapgerð Chihuahua hefur oft verið sagður stór hundur í litlum líkama enda með eindæmum hugrakkur og lætur óhikað alla vita að hann er stærstur, mestur og bestur. Chihuahua skal vera hugrakkur, snöggur, líflegur og árvökull. Hann er hinn besti vakthundur og fylgist vel með öllu. Chihuahua á hvorki að vera árásargjarn eða mjög feiminn en hvort tveggja getur orðið ef hundurinn fær ekki næga umhverfisþjálfun á hvolpsaldri. Felst umhverfisþjálfun í því að kynna hvolpinn fyrir sem flestu í umhverfi hans. Chihuahua er ekki vinnuhundur en á Íslandi hafa nokkrir staðið sig vel í hundafimi og einn hefur lokið bronsprófi í hlýðni. Auk þeirra er einn mjög virkur heimsóknarhundur hjá Rauða Krossi Íslands og heimsækir reglulega langveik börn og vitað er um fleiri sem eru hjálparhundar eigenda sinna. Chihuahua getur verið dyntóttur og tekur oft sinn tíma í hlutina, til dæmis það að koma sér að matnum. Chihuahua eru ekki taldir heppilegir barnahundar enda smáir og ekki þolinmóðasta hundategundin gagnvart áreiti, þó alltaf séu á því undantekningar. Heilsufar Chihuahua hefur löngum verið talin einstaklega heilsuhraust tegund en síðustu ár hafa komið upp ýmis heilsufarsvandamál. Ekki er víst hvort þau séu ný af nálinni eða einfaldlega nýlega uppgötvuð. Almennt heilsufar flestra chihuahuahunda er gott og fæstir þurfa að fara mikið oftar til dýralæknis en í almennar sprautur og skoðanir. Hundar af þessari tegund hafa náð allt að 20 ára aldri en algengara er að þeir lifi til ca. 13 ára aldurs. Helsta vandamálið í dag er hnéskeljalos sem hrjáir suma hunda, vægt hnéskeljalos háir almennt ekki hundinum en séu hnéskeljarnar mjög lausar getur það háð þeim í samræmi við það. Skylda er að augnskoða chihuahua áður ræktað er undan þeim en augnsjúkdómar teljast þó ekki algengir í tegundinni. Þeir geta fengið míturhljóð í hjarta en það greinist sjaldnast fyrr en um og eftir 8 ára aldur. Tannleysi er ekki óalgengt í tegundinni og þá bæði vegna erfða og einnig vegna þess hve tegundin er gjörn á að safna tannstein sem leiðir svo til tannholdsbólgu og tannmissis. er að fylgjast með tönnum hundsins, að þær safni ekki tannsteini og sjá til þess að hann sé hreinsaður. Algengt er að chihuahua séu frekar matgrannir fram á fullorðinsaldur og frekar renglulegir enda ná þeir ekki fullri fyllingu fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs. Chihuahua þarf reglulega hreyfingu til þess að líða vel og fullorðinn hundur í góðu formi þolir vel styttri fjallgöngur og góða göngutúra. Hvolpa ætti að hreyfa stutt í einu til þess að leggja ekki of mikið álag á liði og bein í vexti. Mikið er til af fatnaði gerðum fyrir tegundina sem er þó oftast ónauðsynlegur fyrir þá síðhærðu en þeir snögghærðu eru iðulega meiri kuldaskræfur og getur verið gott að eiga hlýtt vesti til þess að sannfæra þá um að fara út á veturna. Ræktun Misty Meadow’s What a Kiss. Ljósm. Bjarki Már Gunnarsson. Umhirða Eins og áður sagði er umhverfisþjálfun mjög mikilvæg fyrir chihuahua til þess að þeir virki sem best í umhverfinu. Chihuahua þarf mjúkan aga og ekki þýðir að beita þá hörku eða fara að þeim með offorsi. Þeir þurfa stundum tíma til að taka út aðstæður og þá er best að gefa þeim þann tíma. Lítil feldhirða fylgir tegundinni en gott er að bursta þá annað slagið og venja þá við handfjötlun svo að heimsóknir til dýralæknisins verði auðveldari. Einnig þarf að klippa klær reglulega. Gott er að gefa chihuahua-hvolpum að borða þrisvar til fjórum sinnum á dag og fullorðnum hundum tvisvar sinnum til þess að halda blóðsykri stöðugum. Nauðsynlegt 6 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 Innan HRFÍ hefur verið haldið vel utan um ræktun á tegundinni og hefur verið gott samstarf milli Chihuahuadeildarinnar og stjórnar HRFÍ um kröfur um heilsufarsskoðanir sem nauðsynlegar eru fyrir pörun. Einnig hefur deildin verið í samstarfi við chihuahuaklúbba Norðurlandanna, sótt sameiginlega stefnumótunarfundi og verið með þeim fyrstu til að innleiða nýjar reglur í ræktun og reglulega eru gerðar kannanir á heilsufari. Íslands-Ísafoldar Kolka og Perluskins Casper Dínó. Ljósm. Klara Símonardóttir. Chihuahua er ekki fyrir alla en þeir sem kynnast tegundinni heillast iðulega af henni enda eins og sannur chihuahua myndi segja; chihuahua stærstir, mestir og bestir!