Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 5

tímabilinu 1930-1950 fluttu nokkrir frumkvöðlar tegundina til Bretlands og Bretar hafa síðan þá verið leiðandi í ræktun á tegundinni ásamt Ítölum og Skandinövum síðustu ár. Það var svo ekki fyrr en upp úr 1960 sem chihuahua náði almennum vinsældum og komu þær í kjölfar sjónvarpsumfjöllunar um tegundina. Vinsældirnar hafa aukist gífurlega síðustu ár og stundum á kostnað góðrar ræktunar. Það var svo sérstaklega þegar chihuahua fór að birtast reglulega í sjónvarpi sem fylgihlutur stjarnanna að tegundin fór sumsstaðar að verða líkt og fjöldaframleidd og markaðssetningin var sú að ekkert þyrfti að hafa fyrir þeim og að þeir væru hin fínustu töskudýr. Chihuahua hefur breyst nokkuð í útliti síðustu áratugi en í upphafi voru hundarnir háfættari og ekki eins þéttbyggðir og þeir eru í dag en alltaf hefur aðalsmerki tegundarinnar verið eplalagað höfuð, reist eyru og skottið borið í boga eða hálfhring yfir baki. C.I.B. ISCh Íslands Ísafoldar Angantýr. Tegundin á Íslandi Fyrstu chihuahua-hundarnir voru fluttir til landsins frá Norðurlöndunum árin 1994 og 1995 og hefur því tegundin verið hér í 20 ár. Sjö hundar mynda grunninn að tegundinni hér á landi, þeir eru; Bonny-Bell Stay Happy go Lucky, Mars-Viola Canina, Bubbelina’s Empty Pockets, Hollanli’s Christal Estevan, Tiddy’s Panama, BonnyBell Masked Bandito og Bel Ami Chis’s I’m the Boss. Fyrsta gotið á Íslandi fæddist að Brjánsstöðum árið 1995 en upp úr því fór að bera mun meira á tegundinni en þó mest síðustu ár enda stofninn orðinn mun stærri með auknum innflutningi og ræktun. Frá upphafi skráningar hafa yfir 500 chihuahua-hundar verið skráðir með ættbók frá HRFÍ og má áætla að stofnstærðin sé um 300 dýr í dag. Sigursælasti chihuahuahundur á sýningum HRFÍ var Íslands-Ísafoldar Angantýr, hann náði þeim árangri að verða tvisvar besti hundur sýningar (BIS) en það var árin 1998 og 2000. skal vera orkumikill, árvökull og bera bæði höfuð og skott hátt. Stærð chihuahua er aðeins mæld í þyngd og skal hundurinn vega frá 500 gr upp að 3 kg en kjörþyngd er á milli 1,5-3 kg. Hundar yfir 3 kg eru afar óæskilegir í ræktun. Einnig er ekki mælt með því að rækta undan tíkum sem vega ekki meira en 1800 gr. Oft er chihuahua ekki kominn í fulla þyngd fyrr en á milli 2 og 3 ára aldurs en þá kemur vöðvafyllingin oftast fram. Útlit Aðalsmerki chihuahua er eplalagað höfuðið, reist eyrun og skottið sem er borið í boga eða hálfhring yfir bakið. Hundurinn skal vera þéttbyggður og örlítið lengri en hann er hár. Mjög eftirsótt er að fá fram hund sem er nánast ferhyrndur, þá sérstaklega rakka en tíkurnar mega vera aðeins lengri. Trýnið á að vera stutt og beint og ennið að bunga örlítið yfir rót trýnisins. Bitið skal vera skærabit eða tangarbit (jafnt bit) en undirbit, yfirbit eða hvers konar óeðlilegt bit er verulega óæskilegt. Augun skulu vera stór en ekki útstæð, sýna mikil svipbrigði og vera mjög dökk. Ljósari augu eru leyfileg en ekki eftirsótt. Eyru eiga að vera stór, upprétt, vel opin og með 45° halla. Eins og áður segir skal hundurinn vera þéttbyggður og sterklegur, þá sérstaklega rakkarnir, með nokkuð stutt beint bak, mitti og brjóstkassinn á ekki að vera tunnulaga. Skottið skal vera sett hátt, breitt við rót og mjókka fram og ætíð skal það vera uppi á hreyfingu en aldrei á milli fótanna eða hringað fyrir neðan baklínu. Chihuahua á hreyfingu Stjörnuskins Kormákur og Íslands-Ísafoldar Jamm Jamm. Ljósm. Bjarki Már Gunnarsson. Allir litir eru leyfðir í tegundinni og allar litasamsetningar en búið er að banna svoka