Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 46

Íþróttadeildar og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá ykkur hlaupa í framtíðinni í opnu tímunum og á mótum. Deildafréttir Keppnisverðlaun og verðlaun fyrir að ná bronsprófi voru styrkt af Sláturfélagi Suðurlands og þökkum við þeim kærlega fyrir. Dómari prófsins var Monika Karlsdóttir. Við þökkum henni ásamt öllum keppendum og starfsfólki sem komu að þessum degi. Nýr hundafimidómari Monika Dagný Karlsdóttir hefur verið samþykkt af stjórn HRFÍ sem dómari í hundafimi. Ragnar Sigurjónsson hefur verið okkar eini dómari seinustu ár og er það mikið fagnaðarerindi að við höfum nú tvo dómara sem munu að öllum líkindum skiptast á að dæma mótin fyrir okkur. Stjórn Íþróttadeildar óskar Moniku Karlsdóttir innilega til hamingju með réttindin. Fyrirlestur 29. júní Loren Dribinsky hélt stuttan fyrirlestur um grunnþjálfun hunda í hundafimi. Lýsti hún fyrir okkur sinni reynslu úr hundafimi og hvað hafi hentað henni best þegar hún þjálfar hundana sínu fyrir keppni. Mæting var góð og eftir fróðlegan fyrirlesturinn var farið í opinn tíma þar sem Loren aðstoðaði okkur með nokkrar verklegar æfingar. Árshátíð Íþróttadeildar Árshátíð Íþróttadeildar var haldin föstudagskvöldið 30. maí á veitingastaðnum Horninu. Fámennt en góðmennt var á árshátíðinni þar sem 10 manns komu saman til að skemmta sér og sjá hvort annað í öðrum galla en hundagallanum. Á árshátíðinni voru hin venjubundnu atriði eins og afhending Skuggans sem er farandverðlaunabikar fyrir mestu framfarir ársins sem var að líða. Steinunn Huld Atladóttir og Kolur fengu Skuggann afhendan fyrir mestu framfarir árið 2013. Einnig fengu þau verðlaunapening til eignar. Á árshátíðinni er einnig alltaf tombóla. Vinningar á hverjum miða og fengum við frábæra v [