Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 41

Siðanefnd HRFÍ Siðanefnd er kosin á aðalfundi HRFÍ og starfar á grundvelli laga félagsins og leysir úr málum eftir ákvæðum þeirra laga. Síðustu ár hefur nefndin fengið til sín fjölda mála og er það býsna dapurt að félagsmenn í okkar ágæta félagi skuli gerast brotlegir við sínar eigin settu reglur. Siðanefnd telur það því ákjósanlegt að koma að upplýsingum um störf nefndarinnar í félagsblaði HRFÍ, Sámi og þakkar ritnefndinni áhugann. Ritnefnd Sáms hefur beint eftirfarandi spurningum til nefndarinnar sem reynt verður að svara hér samkvæmt bestu vitund og verða lesendur Sáms vonandi einhverju nær um störf nefndarinnar eftir lesturinn. Hvernig mál fær siðanefnd inn á borð til sín? Hvernig er tekið á málum? Eru málin misalvarleg? Málin sem siðanefnd fær til afgreiðslu og úrlausnar eru aðallega brot á grundvallarreglum fyrir félagsmenn í HRFÍ og langflest þeirra eru kærur vegna vöntunar á heilsufarsvottorðum, sér í lagi augnvottorðum, þegar pörun fer fram. Það skal áréttað hér að mjög mikilvægt er að öll tilskilin heilsufarsvottorð liggi fyrir við pörun til að koma í veg fyrir erfðasjúkdóma. Það ætti að vera hverjum ræktanda kappsmál að viðhalda heilbrigði tegundarinnar eins og best verður við komið og láta heilsufarsskoða undaneldisdýr eins og reglur kveða