Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 37

fannst tíkurnar mjög góðar.” Jussi nefndi einnig border terrier sem flestir voru hvolpar. ,,Besti hvolpur sýningar var border terrier og líkt og cavalier-hvolpurinn var hann betri en þeir fullorðnu að mínu mati. Framtíðin er greinilega björt.” Aðspurður um úrslit um besta hund sýningar sagðist Jussi hafa vonað að tíbet spaniel-tíkin yrði í verðlaunasæti og var mjög ánægður þegar raunin varð sú. ,,Ég var líka mjög hrifinn af dvergschnauzernum og labrador-tíkinni.” Að lokum sagði Jussi Íslendinga vera á góðum stað í hundasportinu. ,,Ég veit að það er erfitt að flytja inn hunda en það lítur allt út fyrir að ykkur hafi tekist mjög vel til enda voru gæðin mjög mikil.” Heilsufar griffon til fyrirmyndar Laurent Heinesche frá Lúxemborg sagðist ekki hafa yfir neinu að kvarta. ,,Þetta var frábær, vel skipulögð sýning. Sýnendur voru kurteisir og vinalegir og starfsfólkið gott.” Hann sagði griffon og papillon hafa komið sér skemmtilega á óvart. ,,Griffonhundarnir voru mjög fallegir og það sem mér fannst ánægjulegast var að sjá hve heilbrigðir þeir voru sem er alls ekki all х