Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 35

Schäfer og labrador retriever Hin finnska, Saija Juutilainen, hefur dæmt hér á landi áður og sagðist hafa notið helgarinnar. Hún var sátt með hringinn sem labrador retriever-hundarnir voru sýndir í en hefði viljað hafa stærri hring fyrir schäfer. Saija dæmdi fjölmarga schäfer-hunda fyrri dag sýningarinnar og kvaðst ánægð með gæði tegundarinnar í heild og sagði flesta hundana hafa hreyft sig mjög vel. Einnig var hún hrifin af afkvæma – og ræktunarhópunum sem hún dæmdi í tegundinni. ,,Það kom mér líka skemmtilega á óvart að síðhærðu schäferhundarnir eru mun betri hér á Íslandi heldur en í Finnlandi.” Saija dæmdi fjölmennustu tegund sýningarinnar, labrador retriever, seinni dag sýningarinnar en þess má geta að hún hefur ræktað tegundina og þekkir hana því vel. ,,Ég leitaði sérstaklega eftir tegundareinkennum eins og fallegu höfði, réttri feldgerð, dæmigerðri byggingu og góðri skapgerð.” Hún var mjög ánægð með hundana sem sigruðu í öllum flokkum hjá henni og sagði þá alla hreyfa sig vel, með réttan svip, rétta feldgerð og gott skap. ,,Mér fannst þó leiðinlegt að geta ekki gefið hundunum í vinnuhundaflokki betri dóm en því miður voru þeir ekki nógu góðir. Labrador á að vera glaður, sterklega byggður og skapaður til þess að vinna. Hann á að hafa góð og sterkleg bein og mjög góðan líkama sem þolir vel kalt vatn og margra daga vinnu. Hann á alls ekki að vera með veika kjálka og létt og mjó bein. Þessir hundar eiga að geta sótt stóra fugla og þar af leiðandi þarf kjafturinn á þeim að vera sterklega byggður.” Hún dæmdi einnig aðra retrievertegund, flat-coated retriever, en aðeins tvær tíkur í meistaraflokki voru skráðar til leiks. ,,Ég var mjög hrifin af þeim báðum. Þær voru af réttri stærð, með sérlega falleg höfuð og hreyfðu sig báðar vel.” Tegundahópar 7 og 8 Saija dæmdi úrslit í tegundahópum 7 og 8. ,,Ég var mjög hrifin af báðum vorstehhundunum, bæði þeim strýhærða og snögga. Þeir hreyfðu sig mjög vel. Írski setterinn var af góðri tegundargerð að hennar mati. ,,Liturinn á weimaraner var mjög góður en mér fannst hann í þyngri kantinum. Þrátt fyrir það var þetta heilbrigður hundur með góða skapgerð.” Hún dæmdi enskan setter og sagði þá mjög ójafna. ,,Þetta er mjög algengt í Skandinavíu, þeir eru annað hvort af vinnu – eða sýningartegundargerð. Þeir ættu að vera þarna mitt á milli, að mínu mati.” Labrador-tíkin stóð upp úr í tegundahópi 8 að mati Saiju og endaði í 3. sæti í úrslitum um besta hund sýningar. ,,Hún var í svo góðum og jöfnum hlutföllum og hreyfði sig virkilega vel. Topplínan var góð bæði þegar hún stóð og á hreyfingu.” Besti hvolpur sýningar á laugardegi 4-6 mánaða Ljúflings Kiljan Cavalier king charles spaniel Eigandi/ræktandi: María Tómasdóttir Besti hvolpur sýningar á laugardegi 6-9 mánaða Gullroða Bína Shih tzu Eigandi/ræktandi: Ingibjörg Jafetsdóttir Besti hvolpur sýningar á sunnudegi 4-6 mánaða Sunnusteins Hrina Íslenskur fjárhundur Eigandi/ræktandi: Þorsteinn Thorsteinson Besti hvolpur sýningar á sunnudegi 6-9 mánaða Stekkjardals Emil í Kattholti Border terrier Eigendur/ræktendur: Erla Heiðrún Benediktsdóttir & Guðmundur Rúnar Árnason Margir fallegir í úrslitum Saija sagðist hrifin af flestum hundunum sem kepptu til úrslita um besta hund sýningar. ,,Auðvitað á maður sér alltaf einhverja sem eru í uppáhaldi. Dvergschnauzerinn var af góðri stærð með sterka topplínu. Tíbet spaniel-tíkin var með mjög fallegt höfuð, af góðri stærð, með góða topplínu og hreyfði sig vel. Í 3. sæti var labrador-tíkin sem ég dæmdi og í því 4. fallegur silky terrier.” Saiju fannst langhundurinn úr tegundahópi 4/6 mjög fallegur og einnig hjartarhundurinn úr tegundahópi 10. ,,Hjartarhunds-tíkin var svo falleg og dæmigerð fyrir tegundina að öllu leyti. Hún hreyfði sig mjög vel og það er svo sannarlega ekki auðvelt að rækta svo fallegan hjartarhund.” Besta par sýningar á laugardegi Chihuahua ISC