Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 26

Reykjavík winner Besti hundur sýningar 1. sæti ISCh Arnarstaða Nagli Íslenskur fjárhundur Eigendur: Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir & Þorbjörg Ásta Leifsdóttir Ræktandi: Guðríður Þorbjörg Valgeirsdóttir Alþjóðleg sýning Besti hundur sýningar 1. sæti NORDCh ISCh NUCh SEUCh NW-09 Versoix Totto Too St. Bernharðshundur síðh. Eigandi: Guðný Vala Tryggvadóttir Ræktandi: Julie Wilkinson Tvöföld afmælissýning HRFÍ 21.-22. júní Höfundur: Auður Sif Sigurgeirsdóttir Ljósmyndir: Ágúst Ágústsson Tvöföld afmælissýning HRFÍ var haldin helgina 21.-22. júní á tjaldsvæðinu í Víðidal en HRFÍ fagnar 45 ára afmæli á árinu. Á laugardeginum fór fram Rekjavík Winner-sýningin en þar fengu þeir hundar, sem urðu bestu hundar og tíkur tegundar, titilinn RW-14. Á sunnudeginum fór fram alþjóðleg sýning. Yfir 700 hundar af 88 tegundum voru skráðir hvorn daginn og kom það í hlut 12 dómara að dæma hundana í 9 sýningarhringjum samtímis. Dómarar sýninganna voru; Birgitta Svarstad frá Svíþjóð, Gunnar Nymann frá Danmörku, Malgorzata Supronowicz og Tomasz Borkowski frá Póllandi, Eivind Mjærum frá Noregi, Ann Marie Mæland frá Svíþjóð, Péter Hársányi frá Ungverjalandi og Henrik Johanson frá Svíþjóð ásamt fjórum íslenskum dómurum, þeim Herdísi Hallmarsdóttur, Sóleyju Höllu Möller, Sóleyju Rögnu Ragnarsdóttur og Viktoríu Jensdóttur. Pernilla Fux Lindström frá Svíþjóð dæmdi keppni ungra sýnenda. Íþróttamannsleg hegðun sýnenda Birgitta Svarstad frá Svíþjóð er kunnug íslensku hundaáhugafólki en hún hefur nokkrum sinnum dæmt á Íslandi. Hún sagði sýninguna vel skipulagða og starfsfólkið frábært. ,,Mig langar að þakka Steinunni Dóru Jónasdóttur sérstaklega fyrir að skrifa fyrir mig báða dagana. Hún var frábær!” Birgitta var mjög ánægð með íþróttamannslega hegðun sýnenda. ,,Sýnendur óskuðu hver öðrum til hamingju inni í hring, það finnst mér alltaf gaman að sjá.” Corgi stóð upp úr Á Reykjavík Winner-sýningunni var welsh corgi pembroke sú tegund sem stóð upp úr að mati Birgittu, jafnvel þó að fáir hafi verið skráðir. Hún var einnig hrifin af shetland sheepdog sem hreyfðu sig vel að hennar mati en þess má geta að Birgitta hefur ræktað tegundina í fjölmörg ár með frábærum árangri. Siberian husky og whippet voru því miður ekki nógu góðir að hennar sögn. „Ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum með siberian husky. Ég hefði viljað sjá marga þeirra betur byggða og svo voru of margir sem báru skottið of hátt sem eyðileggur heildarmyndina.“ Hún sagðist hafa mælt marga whippet-hunda sem voru of stórir fyrir tegundina. 26 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 Hundarnir sem stóðu upp úr voru be