Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 25

Aldrei para tík og rakka ef þú finnur ekki fyrir neinum innblæstri eða spenningi yfir pöruninni. Ekki endurtaka paranir og ekki herma eftir öðrum heldur. Reyndu að vera frumleg/ur og hafðu einnig erfðafræðilegan fjölbreytileika í huga. Paraðu saman einstaklinga af sömu tegundargerð Vertu viss um að undaneldisrakkinn sem þú ætlar að nota sé af sömu tegundargerð og tíkin þín. Ef þú gerir það ekki gætir þú alveg eins verið að spila í lottói. Skrifaðu alltaf niður ættartölu rakkans og síðan ættartölu gotsins sem koma mun út úr pöruninni. Reyndu að lesa í ættartölurnar og finna rökrétta ástæðu fyrir nákvæmlega þessari pörun. Ef þú finnur enga þá skaltu sleppa þessu. Þú verður að hafa trú á rakkanum sem þú velur og gotinu sem kemur úr pöruninni. Hafðu þetta alltaf í huga. Hugboð og innsæi Öðru hvoru sérðu rakka og færð bókstaflega fiðring í líkamann. Það er dásamleg tilfinning sem segir þér að nákvæmlega þessi rakki sé sá eini rétti fyrir tíkina þína. Treystu innsæi þínu og farðu eftir því. Þegar svona stendur á er tími til að sýna minni rökhyggju og fylgja sköpunargáfunni. Gleymdu öllu öðru og sláðu til. Hafi það aftur á móti gerst oftar en einu sinni að svona hugboð hafi reynst mistök þá skaltu annað hvort reyna að þróa innsæi þitt eða sleppa því að fylgja því, það er greinilega ekki að virka fyrir þig. Ef þú hefur gott innsæi sem hefur leitt til góðra ákvarðana þá skaltu njóta þess og nota það óspart vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það besta aðferðin til að velja rakka til ræktunar. Þess háttar innsæi er gjöf sem fáum er gefin en þeir sem eru gæddir því komast í hóp bestu ræktenda. Svo ég dragi saman helstu atriðin þá skaltu alltaf hafa opinn og fordómalausan huga þegar þú leitar að rakka til notkunar í þína ræktun. Vertu tilbúin/n að leggja mikið á þig og fjárfesta í bestu kostunum. Gakktu úr skugga um að rakkinn hafi á bak við sig ættir sem þú hefur trú á og að hann sé undan afburðatík sem hefur gefið af sér úrvalsafkvæmi. Ef mögulegt er þá skaltu fá að kynnast rakkanum. Hann þarf að hafa sterka og góða skapgerð og ekki vera óþarflega undirgefinn. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að skapgerð, kynhvöt og tegundargerð og vertu viss um að rakkinn geti parað tíkur eðlilega án vandræða. Ef þú ætlar að rækta got þá þarftu að finna fyrir innblæstrinum sem segir þér að þú sért að gera rétt. NÝTT Á Í SLANDI ! Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 · 25 Smáralind • Kringlunni • Krossmóa Reykjanesbæ • sími 511-2022 • www.dyrabaer.is