Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 20

Ljósm. Kristín Jóna Símonardóttir. Vinnuhundadeild HRFÍ Fjallað hefur verið um hlýðni I og II í síðustu tölublöðum Sáms. Að þessu sinni verður fjallað um æfingar sem tilheyra hlýðni III. Til að þreyta próf í hlýðni III þarf að ná 1. einkunn í hlýðni II-prófi. Æfing 1: Hundarnir sitja saman í 1 mínútu með stjórnendur sína í augnsýn. Stjórnendur stilla sér upp með hundana í upphafsstöðu með 3 metra millibili. Þeir gefa hundunum merki um að vera kyrrir og ganga u.þ.b. 20 metra frá þeim, snúa við og stoppa. Þegar allir stjórnendur hafa stoppað hefst tímatakan. Þegar tíminn er liðinn fá stjórnendur merki um að ganga til baka að hundunum. Ekki er hægt að framkvæma þessa æfingu með færri en þremur hundum. Æfing 2: Hundarnir liggja saman í 3 mínútur með stjórnandann úr augnsýn. Þegar hundarnir eru látnir leggjast er það gert þannig að einum stjórnanda í einu er gefið merki um að láta sinn hund leggjast. Þegar allir hundarnir eru lagstir er stjórnendum gefið merki um að ganga burt í skjól, úr augnsýn, og bíða þar í 3 mínútur. Tímataka hefst þegar stjórnendur eru komnir úr augnsýn. Þegar tíminn er liðinn fá stjórnendur merki um að ganga aftur fyrir hunda og svo að þeim. Síðan er einum stjórnanda í einu gefið merki um að skipa hundinum 20 · Sámur 2. tbl. 38. árg. september 2014 sínum í upphafsstöðu. Ekki er hægt að framkvæma æfinguna með færri en þremur hundum og ekki fleiri en sex hundum. Æfing 3: Hælganga án taums. Hún er framkvæmd líkt og í hlýðni II nema hér er krafist meira af stjórnanda og hundi. Æfingin skal innihalda mismunandi hraða og beygjur ásamt stöðvun á göngu. Einnig beygjur á mismunandi hraða, snúning á staðnum og 2-3 skref í mismunandi áttir. Hundurinn skal vera fljótur og án skipunar í upphafsstöðu í hvert sinn. Æfing 4: Að sitja á göngu. Hún er framkvæmd eins og æfingin „standa á göngu“ í hlýðni I og II nema hér skal hundurinn setjast en ekki standa. Stjórnandinn gengur með hundinn lausan á hæl um 10 metra og skipar hundinum að setjast. Stjórnandinn gengur áfram um 10 metra, snýr við og stoppar og gengur svo til baka tvö skref aftur fyrir hundinn. Æfingin endar á 3 metra lausri hælgöngu.