Sámur 2. tbl 38. árg 2014 | Page 12

Höfundur: Jóhanna Reykjalín „Hunda-Hanna“ [email protected] Flestir sem ég þekki eru með bréfalúgu á útidyrahurðinni hjá sér. Á hverjum degi kemur svo ókunnug manneskja í eldrauðri úlpu, læðist upp tröppurnar og smeygir einhverjum óþverra (gluggapósti) inn um þetta gat á hurðinni. Mér er meinilla við þetta. Ég veit orðið hvenær þessi óþokki kemur svo ég byrja að undirbúa komu hans svona hálftíma áður en von er á honum. Ég hita upp með því að ganga um gólfin, oft, fram og til baka. Stundum leyfi ég öllum að halda að ég sé sofandi en ég veit sko alveg af því að þessi óþokki kemur von bráðar. Ég sef með annað augað opið. Svo heyri ég lágt skrjáf. Ég sperri eyrun, vöðvarnir spennast, skottið stýfnar, hjartað hamast, augun opnast ... og bréfalúgan líka! „VOFF VOFF VOFF VOFF VOOOOOOFFFF“, öskra ég á óþokkann. Hann getur troðið þessu drasli inn um bréfalúguna en ég mun ALDREI hleypa honum inn í húsið okkar! Stundum fæ ég líka hvatningu frá eigandanum. Hann öskrar með mér orðið „ÞEGIÐU“ og ég er sko alveg sammála, þessi óþokki getur gjört svo vel og haldið KÁ JOÐ! Ég heyri að óþokkinn er hræddur. Hann trítlar sömu leið niður tröppurnar og ég finn hvernig hjartað í mér hægir á sér. Fjúkket. MÉR TÓKST ÞETTA EINU SINNI ENN! Þessi frásögn gæti átt við heima hjá nágrannanum, þér eða í raun hverjum þeim sem á hund. Ég er blessunarlega svo heppin að mínir hundar kippa sér lítið upp við „the red devil“ enda er ég svo heppin að þekkja póstburðarmanneskjuna ágætlega og þeir þekkja hana líka. Hún hefur því komið hingað inn í múnderingunni og spjallað við hundana. Mjög gott. þegar pósturinn kemur = vandamál leyst! Önnur leið er að tala einfaldlega við póstburðarmanneskjuna og fá hann/hana til að heilsa upp á loðna óargardýrið þitt. Leyfa þeim að kynnast og mynda vináttusamband sín á milli. Stundum er það hægt. Stundum ekki. Aðrir lenda í því að parketið er spænt upp nánast áður en pósturinn snertir lúguna. Flestum finnst þetta mjög hvimleitt vandamál en vita ekki hvernig hægt er að takast á við það. Það eru fjölmargar leiðir færar og um að gera að finna þá réttu fyrir þig og hundinn þinn. Ein leið er til dæmis sú að takmarka aðgang hundsins að útidyrahurðinni. Það þýðir að hundurinn á EKKI að sofa inni í forstofu eða þar sem mikill umgangur er. Það getur valdið mikilli streitu og kveikt undir mikla varnarhvöt hjá hundinum sem tekur eftir allri umferð fyrir utan húsið. Ef forstofuhurðinni er einfaldlega lokað er ólíklegt að hundurinn taki eftir því þolinmóð manneskja er líka hægt að biðja hana um að standa fyrir utan hurðina þar til hundurinn þagnar og ÞÁ smella nammi inn um lúguna áður en hún lætur póstinn inn. Það þýðir samt að í fyrsta skiptið gæti manneskjan þurft að standa við hurðina í 10-20 mínútur því loðdýrið skilur ekkert af hverju hún fer ekki. Sá tími styttist síðan með hverjum deginum þar til að eitt „boffs“ situr eftir, bara til að láta vita að pósturinn sé kominn! Klikkerþjálfarar grípa margir hverjir til Teikning: Ágúst Ágústsson Það er líka hægt að færa póstinum poka af uppáhaldsnammi hundsins og biðja hann/hana um að smella alltaf einu góðu nammi með