Sámur 1. tbl 40. árg 2015 | Page 3

Kæru félagsmenn Aðalfundur félagsins er fyrirhugaður 26 maí nk. og markar hann tímamót. Jóna Th. Viðarsdóttir formaður félagsins hefur ákveðið Stjórn HRFÍ að gefa ekki kost á sér áfram. Það er því við hæfi að þakka Jónu Formaður: Jóna Th. Viðarsdóttir Varaformaður: Herdís Hallmarsdóttir Gjaldkeri: Arinbjörn Friðriksson Meðstjórnendur: Arinbjörn Friðriksson, Brynja Tomer, Guðmundur A. Guðmundsson, Ragnhildur Gísladóttir og Sóley Halla Möller Ábyrgðarmenn: Fríður Esther Pétursdóttir og Jóna Th. Viðarsdóttir Ritstjóri: Stjórn HRFÍ Auglýsingar: [email protected] Umbrot: Linda Björk Jónsdóttir Sámur kemur út tvisvar sinnum á ári í 2000 eintaka upplagi. Blaðið er fyrst og fremst sent skuldlausum félögum HRFÍ. Auk þess fá erlend hundaræktarfélög, fjölmiðlar, sjúkrastofnanir og bókasöfn blaðið sent til sín. Tímaritið er einnig selt í lausasölu. Aðsent efni í blaðið er á ábyrgð höfundar og þarf ekki að lýsa skoðun ritnefndar eða stefnu félagsins. Eftirprentun er bönnuð nema að fengnu leyfi höfundar. Útgefandi: Hundaræktarfélag Íslands Síðumúla 15 108 Reykjavík Sími: 588-5255 Vefsíða: www.hrfi.is Netfang: [email protected] ISSN 1027-4235 Sámur 1. tbl 40. árg 2015 ötult og gott starf fyrir félagið okkar síðustu 20 árin. Enda þótt Jóna hætti afskiptum af stjórn er kunnur hugur hennar til félagsins og því víst að við munum áfram njóta krafta hennar. Í lögum HRFÍ er gert ráð fyrir að boðað sé til aðalfundar félagsins bréflega með tíu daga fyrirvara. Slík boðun er félaginu afar kostnaðarsöm og því er ráðgert í lögunum að nægilegt sé að birta fundarboð í félagsblaðinu okkar, Sámi. Eins og ákveðið var á síðasta aðalfundi er Sámur gefinn út tvisvar sinnum á ári, um mitt ár og í lok árs. Lögin hafa ekki tekið breytingum í takti við nútímann og því brá stjórn félagsins á það ráð að gefa út blaðið á rafrænu formi til að fullnægja áskilnaði laganna. Um er að ræða aukaútgáfu sem helguð er aðalfundinum. Í blaðinu er dagskráin birt en einnig er það tækifæri nýtt að kynna þá frambjóðendur sem hafa ákveðið að gefa kost á sér til starfa í stjórn félagsins. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir félagsmenn eru reiðubúnir að starfa í stjórn á næsta tímabili. Það blasir við að meðal þeirra verkefna sem ný stjórn þarf að takast á við er að undirbúa tillögur að lagabreytingum sem hægt yrði að leggja fyrir næsta aðalfund félagsins. Kominn er tími á heildarendurskoðun laga félagsins en sérstaklega hafa félagsmenn kallað eftir breytingum á III. Kafla laganna sem fjallar um félagsfundi. Í því samhengi er nauðsynlegt að færa í nútímalegra horf ákvæði er varða boðun til félagsfunda og eins þarf að skoða hvernig félagsmenn geta nýtt kosningarétt sinn. Væri gott ef hægt væri að koma til móts við félagsmenn á landsbyggðinni hvað það varðar. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á aðalfund félagsins að þessu sinni. Herdís Hallmarsdóttir, varaformaður HRFÍ. Efnisyfirlit Aðalfundarboð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Framboðskynning: Herdís Hallmarsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Framboðskynning: Daníel Örn Hinriksson. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Framboðskynning: Guðbjörg Guðmundsóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Framboðskynning: Guðný Vala Tryggvadóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Forsíðumyndina prýðir Afghan-tíkin ISCh Affietude Standing in the Spotlight. Eigandi og ræktandi: Auður Sif Sigurgeirsdóttir. Ljósmyndari: Þorsteinn Thorsteinson. Framboðskynning: Pétur Alan Guðmundsson. . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Framboðskynning: Þórdís Björg Björgvinsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Framboðskynning: Brynja Tomer . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18