Sámur 1. tbl 40. árg 2015 | Page 14

í framboði til stjórnar, til vara í varastjórn Pétur Alan Guðmundsson Pétur Alan Guðmundsson heiti ég, er kaupmaður í fjölskyldufyrirtækinu Melabúðinni og bý í Vesturbæ Reykjavíkur. Ég hef verið félagi í HRFÍ í 19 ár. Sat í stjórn HRFÍ í tvö ár. Er veiðiprófsdómari fyrir tegundarhóp 7 síðan 1994 og hef dæmt hér á landi og í Noregi. Var formaður Veiðihundadeildar og síðar Fuglahundadeildar. Sit í nefnd um starf ræktunardeilda. Er félagskjörinn skoðunarmaður reikninga HRFÍ. Hef sótt ræktunarnámskeið, svaraði kallinu á sumarsýningunni í fyrra og var ritari og hringstjóri. Er formaður Sólheimakotsnefndar sem er að hlúa að Sólheimakoti sem félagsheimili okkar allra. Ég á ræktunarnafnið Veiðimela og var í fyrra með fyrsta gotið mitt, í snögghærðum vorsteh, er með rakka úr því goti, Veiðimela Karra og móðir hans Zetu Jöklu sem er ísl. og alþjóðlegur meistari auk þess að hafa átt, sýnt og þjálfað áður ísl- og alþjóðlega- veiðimeistarann Gæfu Berettu. Ég stundaði hundafimi í nokkur ár með dalmatíutík móður minnar Katrínar S. Briem og eigin hundi Berettu, hef farið og fylgst með retrieverprófum og kynnt mér skapgerðarmat. Eins og sést hér að ofan tel ég mig nokkuð upplýstan um fjölbreytt starf félagsins og vil hlúa að því með félagsmönnum hvort sem er við vinnu og sýningar enda hef ég ávallt sagt að hundar eiga að uppfylla ræktunarmarkmið félagsins okkar og FCI.