Sámur 1. tbl 40. árg 2015 | Page 13

Ég er 35 ára og bý í Mosfellsbæ. Ég hef verið virkur félagsmaður í HRFI í 17 ár og á þeim tíma hef ég tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum félagsins. Þar á meðal ræktunarnámskeiðum, sýningum, vinnuprófum, ég hef unnið í skapgerðamati, setið í stjórn úrvalsdeildar og séð um skiptingu hennar og uppbyggingu PMF-deildar og verið formaður St. Bernardsdeildar frá stofnun. Ég hef ræktað tegundina St. Bernhards síðan 2001, en á jafnframt Ástralskan fjárhund. Mín helstu baráttumál verða: »» Einhverskonar umbunarkerfi fyrir félagsmenn sem vinna sem sjálfboðaliðar. »» Virkja deildir ennþá meira og gefa þeim frekara svigrúm. (ræktunar, vinnu, veiði, unglinga) »» Ég vil sjá betra og meira upplýsingaflæði til almennra hundaeiganda og almennings. »» Mér finnst nauðsynlegt að samstaða sé góð í stjórn Hrfí, og þar sé fólk úr ólíkum stöðum innan félagsins með ólíkar skoðanir en um leið samtaka um það sem skiptir m